FréttanetiðHeimili

Lestu þetta…ef það er ALLTAF verið að stela… hleðslutækjunum þínum

Það eru fjölmargir sem lenda í því í viku hverri að lána hleðslutækin sín að tölvu og síma á vinnustaðnum og svo týnast þau og enginn kannast neitt við neitt. Svo eru flest hleðslutæki eins þannig að það getur reynst þrautinni þyngra að finna þau aftur.

Það er því um að gera að skreyta sín hleðslutæki í bak og fyrir og það gæti ekki verið einfaldara!

Það er lítið mál að kaupa sér skrautlímband sem fæst til dæmis í föndurbúðum og hefur oft fengist í Tiger. Leyfið ímyndunaraflinu að leika lausum hala og límið eins og vindurinn.

Svo er líka hægt að nota naglalakk með fullt, fullt af glimmeri til að gera hleðslutækið eins áberandi og hægt er. Prófiði bara!

6794023217_4ac11b9259

8553121772_1df01bae8a

ld7XxQr