YouTube-stjarna Sjana Earp fer yfir hvernig á að fjarlægja skapahár í nýjasta myndbandinu sínu.
Meðal þess sem kemur fram í myndbandinu er að maður eigi aldrei að nota þurra rakvél og flott sé að skilja eftir hárþríhyrning ef maður fer í brasilískt vax. Hún sjálf segist þó alltaf láta fjarlægja öll hárin þegar hún fer í vax.
Ennfremur hvetur hún konur sem vilja vera með skapahár að bera þau með stolti því það sé alls ekki fyrir alla að fjarlægja þau.