FréttanetiðMatur & drykkir

Langar þig að baka köku… en átt ekki hráefni í KREM? Ekki hafa áhyggjur… þú þarft bara að eiga eitt í eldhúsinu

Það getur verið einstaklega skemmtilegt að baka einhverja góða köku þegar vinnudagurinn er búinn en sumum finnst bakstur mjög afslappandi og róandi.

Það er hins vegar ekkert skemmtilegt að fatta að maður gleymdi að gera ráð fyrir kreminu og þurfa kannski að rjúka út í næstu verslun eftir kvöldmat.

Góð leið til að búa til krem án mikillar fyrirhafnar er að setja einn stóran sykurpúða ofan á til dæmis hverja bollaköku rétt áður en þær eru tilbúnar. Þegar sykurpúðinn bráðnar í ofninum verður hann að eins konar sykurpúðakremi og ekki skemmir fyrir að það er afar bragðgott.

cakes2