FréttanetiðHeimili

Lærðu að þrífa ÖRBYLGJU-OFNINN… án mikillar fyrirhafnar – MYNDIR

Það er lítið mál að þrífa örbylgjaofninn þannig að hann líti út sem nýr, án þess að þurfa að skrúbba eins og enginn sé morgundagurinn.

Fyrir.

Fyrir.

Það sem þarf er:

skál sem þolir örbylgjuofn

1/8 – 1/4 bolli sítrónusafi (eða hálf sítróna)

kranavatn

klútur

Við byrjum á því að hella sítrónusafanum í skálina. Ef þið notið ferskan sítrónusafa þá megið þið kreista safann úr sítrónunni og setja hana líka í skálina. Setjið vatn í skálina þar til hún er hálffull. Setjið skálina inn í örbylgjuofninn og hitið á mesta krafti í 5 mínútur. Leyfið skálinni að vera í ofninum í 2 mínútur í viðbót svo gufan geti unnið á skítnum. Þurrkið síðan úr ofninum með klút.

Eftir.

Eftir.