FréttanetiðFólk

Kviknakin hvert sem hún fer – MYNDIR

Listakonan Paula Brindisi ætlar sér að sigra fordóma með nýjasta verki sýnu.  Hún hefur ákvaðið að kasta klæðum sínum og fer nú út til að gera sína hversdaglegu hluti kviknakin.  Paula sem er frá Argentínu hefur vakið mikla athygli enda fólk óvant því að mæta nakinni konu úti í búð að kaupa í matinn eða eiga viðskipti við bankann á evuklæðum einum.

16141113544_543c14a31f_b
Paula sem er 30 ára gömul byrjaði að vinna verkið í Barcelona á Spáni þar sem hún lét fyrst mynda sig við að gera hversdaglega hluti þar sem hún var nakin.  Hún var algjörlega eðlileg og segir ekkert kynferðislegt eigi að tengjast því að kona kjósi að sleppa því að hylja líkama sinn með fatnaði.

16482534659_80fec4cb54_c
,,Enginn hafði eitthvað á móti þessu.  Þvert á móti þá fékk ég almennt góðar móttökur og tvisvar sinnum var klappað fyrir mér þar sem ég var nakin að versla. Fólk upplifði þetta og skynjaði sem list og það er tilgangurinn með þessu,” segir Paula sem hefur líka kynnst mótlætinu sem nektin getur valdið.

16684955648_599918ae52_b
,,Ég hef verið handtekin af lögreglunni þegar ég ásamt nokkrum öðrum vorum nakin á almannafæri.  Okkur var svo sleppt eftir að ég hafði útskýrt fyrir lögreglunni tilganginn með listaverkinu sem ég er að skapa.  Verkið gengur út á að eyða fordómum.  Þetta er list sem er samfélagsleg tilraun og gengur út á að sjá viðbrögð fólks við því að umgangast nakta manneskju í hversdaglegu umhverfi þar sem fólk á ekki von á því að hitta fyrir nakinn einstakling. Það er mjög athyglisvert að upplifa hversu viðkvæmt fólk er almennt fyrir því að mæta nakinni manneskju,” segir þessi hugrakka listakona sem heldur áfram að mæta nakin við óvæntar aðstæður.

16687712690_5db39b5b4d_b (1) 16688989839_104f1055ae_b 16762356352_870f749066_b 16790389635_a320e5f762_b B_52kGqWYAAz2Y7 s1 s2 s3 s4 s5 urbanudismo-en-bs-as-715x566 UrbaNudismo-Titania-Paula-Brindisi-Avril_CLAIMA20150311_0073_36 UrbaNudismo-Titania-Paula-Brindisi-Avril_CLAIMA20150311_0074_36