FréttanetiðHeilsa

SVONA losnar ÞÚ endanlega við SINA-DRÁTT

Sinadráttur sem margir finna fyrir og þá sérstaklega á nóttunni er mjög algengur. Hann leiðir til sársauka í fótum, kálfum og lærum. Þessi óþægindi draga úr svefni, almennri heilsu og þar af leiðandi vellíðan.

Helstu orsakir sinadráttar eru skortur á hreyfingu yfir daginn, vökvaskortur og lélegt blóðflæði í fótum. Þessi sársauki getur varað frá nokkrum sekúndum upp í nokkrar mínútur en í alvarlegustu tilvikum þá varir hann jafnvel í nokkra daga.

Sinadráttur fer minnkandi með réttri meðhöndlun sem felst í réttu mataræði.

Fyrst og síðast þá skaltu auka magnesíum inntöku. Þá er ráðlegt að gera það í gegnum neyslu matvæla sem eru há í magnesíum eins og með því að borða banana, dökkgrænt grænmeti, graskerja fræ og dökkt súkkulaði (75%).

Hér er stuttur listi yfir matvælin sem þú skalt leggja þér til munns ef þú færð sinadrátt í tíma og ótíma eða stöðugan:

- bananar
- grísk jógúrt
- hreint kakó
- tómatar
- dökkgrænt grænmeti 
- graskerskfræ
- hnetur
- avakadó

Þá er magnesíum olía sem fæst í heilsubúðum mjög mikil hjálp ef þú vilt losna við sinadráttinn. Nuddaðu fæturna með magnesíum olíunni fyrir svefn.