FréttanetiðFólk

ALLT breyttist… eftir að hún notaði ÞESSA SNILLD í matinn

Cilantro eða kóríander er frábær kryddjurt notað um allan heim í matargerð og að ekki sé minnst á að bragðbæta matinn.  Þessi kryddjurt er frábær sem líkamshreinsun og meltingarvörn.

Kóríander er fullt af A-vítamíni, K-vítamíni, fólíni, kalíum og svo er jurtin einstaklega öflug uppspretta trefja. Með öllum þessum bættum næringarefnum og næstum engin kalorísk gildi er kóríander fullkomin viðbót við hvaða máltíð sem er.

Þrír kostir kóríander:

1. Fyrir húðina
Jurtin er frábær hjálp þegar kemur að algengum húðertingum. Það geta verið utanaðkomandi ástæður eða innri ástæður sem orsaka ofsakláða í húð eða þá jafnvel sólbruni. Kóríander er mjög gott til að nota gegn ertandi húð því það róar á náttúrulegan hátt ónæmiskerfið.    Aðferð: Blandaðu kóríander við kókosolíu til að bera á húðvandamál. Að auki getur þú blandað kóríender við vatn til að fá enn meira ávinning. Notaðu blönduðu blöðin staðbundið og drekktu það sem eftir er af vökvanum ef berð á húð þína.  Þetta er frábær aðferð til að nota gegn árstíðabundnu ofnæmi.

2. Fyrir svefinn
Kóríander hefur jákvæð áhrif á tilfinningar eins og kvíða og svo bætir það svefn. Ef vitnað er í rannsókn þá fannst mikið magn af cilantro þykkni (kóríander) sem lækkaði kvíða og hjálpaði fólki að sofa og það jafn mikið og valíum en vert er að minnast á að cilantro þykkni hefur ekki sömu aukaverkanir eins og valíum. Aukaverkanir eins og ofskynjanir, áhættuþættir ýmsir, æsingur, árásargirni, minniháttar vandamál og vöðvaslappleiki eru ekki jákvæð skipti fyrir góða nætursvefn. Einnig ætti ekki að taka valíum í langan tíma.  Kóríander getur hjálpað þér að stjórna svefninum þínum, dregur úr streitu og berst við svefnleysi án allra aukaverkana sem taldar eru upp hér að ofan.

3. Fyrir meltinguna
Kóríander er jurt sem maginn elskar því það bætir meltinguna. Jurtin er fullkomin til að leysa minniháttar meltingarvandamál og hefur hún reyndar verið notuð í þúsundir ára þegar kemur að magavandamálum. Kóríander er fullkomin til að draga úr uppþembu, koma í veg fyrir loftmyndum og draga úr ógleði. Að auki er frábært að neyta kóríander til að draga úr brjóstsviða og meltingartruflunum. Kóríander inniheldur öflugt ensím sem hjálpar meltingarvefnum að brjóta niður mat. Kóríander fylgir oft sterkum mat einmitt út af þessari ástæðu.

Kóríanderjurtin er aðallega notuð í mat á tvo vegu, laufin eða fræin. Einnig er þó hægt að nota rætur plöntunnar, þær eru bragðmeiri en laufblöðin. Fræin kallast coriander á ensku en laufin cilantro. Laufin eru oft notuð í asíska matargerð og alls kyns salöt.

Yfirleitt eru þau notuð í óeldaða rétti eða bætt út í eldaðan mat rétt í lokin vegna þess að þau þola eldun ekki vel. Fræin eru mjög þægileg því hægt er að setja þau í piparkvörn. Sumum finnst gott að léttsteikja fræin áður en þau eru sett í piparkvörnina og segja að það breyti bragðinu til hins betra. Fræin er hægt að nota í allskyns mat eftir smekk.  – Lestu meira um kóríander HÉR (plantan.is).