FréttanetiðHeilsa

KONUR þurfa að sofa TVISVAR SINNUM lengur en karlar

Nýleg rannsókn á vegum Duke Háskólans sýnir fram á að konur þurfa tvisvar sinnum lengri hvíld en karlar. Ein af ástæðunum er að konur upplifa mun oftar andlegar og líkamlegar afleiðingar ef þær fá ekki næga hvíld.

Michael Breus sem hefur sérhæft sig í svefni stýrði rannsókninni. Hann segir rannsóknina sýna fram á mikið bil milli kynjanna þegar kemur að svefnþörfum. ,,Við komumst að því að konur lögðust annað hvort í þunglyndi, urðu svakalega reiðar út af nánast engu og mjög pirraðar þegar þær sváfu ekki nægilega lengi.  Það er lykilatriði fyrir konur að þær fái að sofa að minnsta kosti sjö til níu klukkustundir til að geta notið lífsins,” segir Michael.

Þá sýndi önnur svefn-rannsókn sem fram fór í Case Western Reserve háskólanum greinileg tengsl milli svefns og hraða á öldrun húðarinnar. Þá má einnig sjá tengsl á milli svefnleysis og hættu á kransæða sjúkdómum, heilablóðfalli, blóðtappa og geðrænum vandamálum. Fyrir konur er mikilvægt að þær fái í það minnsta 8-9 klukkustunda hvíld allar nætur.

svefn1
Þráir þú góðan svefn? Sjá svarið HÉR.
Hér er lausn við svefnleysi. Sjá HÉR.

iStock_000007980637Small-1
Áttu erfitt með að sofna á kvöldin? Sjá meira HÉR.