FréttanetiðFréttir

Konur sem fá sér STÆRRI brjóst…eru þrisvar sinnum líklegri…til að fremja sjálfsvíg

Ný rannsókn frá Annals of Plastic Surgery sýnir fram á að konur sem fara í brjóstastækkun eru þrisvar sinnum líklegri til að fremja sjálfsvíg tíu árum eftir aðgerðina en konur sem ekki fara í slíka aðgerð. Þær eru einnig líklegri til að deyja úr áfengis- eða fíkniefnaneyslu.

Í rannsókninni var fylgst með 3527 sænskum konum með brjóstapúða að meðaltali í tæp nítján ár og dánarorsakir þeirra skoðaðar í samhengi við dánarorsakir kvenna sem ekki eru með brjóstapúða.

Þá sýnir rannsóknin einnig að konur með brjóstapúða eiga í örlítið meiri hættu á að fá lungnakrabbamein og aðra öndunarfærasjúkdóma.

Þeir sem framkvæmdu rannsóknina hvetja nú lækna til að fylgjast betur með sjúklingum sínum yfir lengri tíma.