FréttanetiðFólk

ÞEIR sem vinna langt fram á nótt… KOMA MEIRU í verk

Flestir kannast við orðatiltækið „morgunstund gefur gull í mund“ og mörgum þykir það hreinlega óhugsandi að fara seint á fætur og verða af því að geta nýtt tímann vel strax í morgunsárið. Hins vegar eru ekki allir svokallaðir morgunhanar og þeirra besti og afkastamesti tími er einmitt þegar morgunhönunum fer að syfja. Af hverju ættu þessar náttuglur að berjast á móti sinni sterku tilhneygingu til þess að vaka fram eftir? Enda hafa ýmsar rannsóknir sýnt fram á að náttuglurnar fæddust einfaldlega svona, að þetta sé erfða- og líffræðilegt.

Hér fá því náttuglurnar ellefu góðar ástæður til þess að fagna orkunni og afkastagetunni sem ríkir á kvöldin og síðla nætur.

1. Þú finnur fyrir kyrrð og ró.
Náttuglan getur komið mun meiru í verk síðla kvölds eða nætur heldur en á hvaða tíma dagsins sem er, jafnvel á þeim dögum sem farið er eldsnemma á fætur. Með þessu móti er mögulega hægt að sleppa við spurningaflóð, netpósta, símtöl og samfélagsmiðla og einbeita sér betur en ella að vinnu án stöðugra truflana.

2. Mjög líklega ertu mikill vinnuþjarkur.
Rannsókn á vegum háskólans í Liege, Belgíu , sýndi fram á náttuglur geta haldið andlegri árvekni mun lengur eftir svefn heldur en morgunhanarnir.

3. Þú hefur alltaf tíma fyrir skemmtanalífið.
Náttuglur geta mun frekar en morgunhanarnir kíkt út á lífið á kvöldin vegna þess að þeir vita að þegar þeir loks koma heim þá geta þeir samt sem áður átt jafnvel marga góða klukkutíma eftir fyrir afkastamikla vinnu, áður en þeir þurfa á svefni að halda.

4. Þú ert líklegri til þess að vera athafnamanneskja.
Samkvæmt háskólanum í Chicago hafa náttuglur meiri tilhneygingu heldur en morgunhanar til þess að taka áhættu og hafa frekar þá eiginleika sem oft þarf til þess að verða farsæl athafnamanneskja.

5. Þú ert eflaust sterkari.
Rannsóknir sýna að náttuglur hafa meiri örvun í hreyfiberki og mænu seint á kvöldin. Þetta er enn ein ástæðan til þess að kasta öðrum hefðum á bug og skella sér frekar í ræktina á kvöldin heldur en á morgnana. Sumum hentar einfaldlega ekki að fara í stífar lyftingar og æfingar snemma morguns.

6. Þú ert frjáls eins og fuglinn.
Það eru engir skipulagðir fundir sem þú þarft að mæta á seint á kvöldin eða að nóttu til sem gefur þér þá fullkomið frelsi til bæði vinnu og leiks sem á endanum skapar þér gríðarlegan sveigjanleika.

7. Þú ert líklegri til þess að búa yfir sköpunargleði.
Rannsakendur í háskóla í Mílanó hafa tekið eftir aukningu í sköpun á meðal náttuglna sem gefur til kynna að náttuglurnar séu líklegri en morgunhanarnir til þess að hugsa út fyrir rammann og koma með frumlegar lausnir.

8. Þú átt það til að vera mun afslappaðri.
Breskir rannsakendur halda því fram að morgunhanar hafi meira magn af stress hormóninu Cortisol og að þetta mikla magn sé til staðar allan daginn. Þetta á ekki við um náttuglurnar sem fá ekki þetta mikla magn af snemmbúnu Cortisoli og haldast þeir því nokkuð rólegir út daginn.

9. Þú gætir mögulega mælst með hærri greindarvísitölu.
Rannsakandinn Satoshi Kanazawa komst að því að börn sem mælast með mjög háa greindarvísitölu  eiga það til að verða náttuglur sem fullorðnir einstaklingar sem kjósa helst að vaka lengi fram eftir og sofa út sjö daga vikunnar. Önnur rannsókn sem gerð var í háskóla í Madríd sýndi fram á að náttuglur mældust með hærri almenna greind og þénuðu jafnvel meira heldur en morgunhanarnir.

10. Þú getur auðveldlega fylgst með nýjustu fréttum á netinu.
Þú getur fylgst með nýjum og mikilvægum fréttum og greinum á netinu án þess að verða fyrir truflunum frá ýmis konar stöðuuppfærslum og öðrum óþarfa.

11. Þú getur aðlagast níu til fimm vinnunni, ef þú þarft þess. Ef náttuglur gætu fylgt líffræðilegri löngun sinni til þess að vaka lengi fram eftir þá myndu þær finna sinn fullkomna heim. Raunveruleikinn er þó sá að margar náttuglur eru í starfi sem krefst þess að mætt sé til vinnu snemma morguns. Góðu fréttirnar eru þær að náttuglur virðast eiga auðveldara með að vakna snemma og koma miklu í verk samanborið við hversu auðvelt morgunhanarnir eiga með að vaka fram yfir sinn venjulega svefntíma.

 

Loa
Lóa Guðrún Kristinsdóttir
Fréttanetið