FréttanetiðFólk

Hann FÉLL fyrir ÍSLANDI þegar hann var smástrákur… og ákvað að opna HÓTEL í Reykjavík

Þjóðverjinn Klaus Ortlieb eigandi Hlemmur Square hefur áratuga reynslu af rekstri hótela um allan heim. Sem ungur drengur féll hann fyrir Íslandi þegar hann ferðaðist með fjölskyldunni vestur um haf.  Klaus ræðir hótelrekstur, en hann hefur starfrækt 30 hótel í gegnum tíðina í stórborgum eins og Berlín, London, New York og nú Reykjavík, íslenska náttúru og ferðamannaiðnaðinn hér á landi.

2015-10-07 16.31.05
Við mynduðum Klaus á veitingastaðnum Pulsa eða Pylsa sem er staðsettur á hótelinu Hlemmur Square. Takið eftir kokkinum sem stillti sér óumbeðinn bak við eigandann.

veitingahusid
Á veitingastaðnum Pylsa eða Pulsa eftir því hvað fólki finnst réttara eru pylsur í aðalhlutverki en þó með óhefðbundnu sniði. Hér er ekki um að ræða hina hefðbundnu pylsu eins og Íslendingar þekkja hana heldur eru þær matreiddar á snilldar máta með sterkum áhrifum frá Þýskalandi, Austur Evrópu og Íslandi.

2015-10-07 16.31.09
Okkur fannst við hæfi að birta þessa mynd líka því hún lýsir svo vel andrúmsloftinu sem er á meðal starfsfólksins á Hlemmur Square.   Á matseðli veitingastaðarins Pylsu má finna níu mismunandi pylsur sem allar eru handgerðar á staðnum. Þar má nefna þýska currywurst, sjávarréttapylsu, íslenska lambapulsu og bourbon nautapylsu, rósmarín og epla svínapulsu.  Auk pylsnanna er einnig að finna aðra rétti á matseðlinum eins og fisk dagsins, lambahamborgara, geitaostasalat og eftirrétti.

hlemmur95
Hótelið er tígurlegt og sómir sér vel á Laugavegi en það er staðsett við hliðina á Hlemmi. Barinn á hótelinu sem er opinn almenningi býður upp á hátt í 100 tegundir af bjór.

2015-10-07 16.35.47
Klaus er ákaflega vinalegur náungi sem elskar Ísland – á því leikur enginn vafi.

Náttúra Íslands er ómótstæðileg
Við byrjum á að spyrja Klaus af hverju hann ákvað að opna hótel á Íslandi?
 ,,Náttúran ykkar er ómótsæðileg. Hún er gullfalleg. Hún er svo ósnert. Þegar ég var ungur drengur millilenti fjölskyldan mín oft í Reykjavík þegar við flugum til Ameríku. Þá gistum við alltaf eina til tvær nætur í Reykjavík.  Það var þá sem ég varð ástfanginn af Reykjavík. Ég elskaði litina í náttúrunni og líka borgina sjálfa. Jafnvel þó að borgin sé ekki mjög skipulögð þá heillaðist ég af henni en það voru aðallega litirnir sem ég bókstaflega féll fyrir.   Ég fékk líka á þessum tíma tækifæri til að læra aðeins um landslagið á Íslandi,” segir hann og heldur áfram:

,,Það var þannig að íslenskur vinur minn hafði samband og spurði hvort ég vildi skoða það að opna með honum hótel/hostel hérna.   Hann  spurði hvort ég vildi taka þátt í þessu með honum og ég sagði við hann að ég kæmi strax daginn eftir til Íslands til skoða þennan spennandi möguleika af því að landið er mér mjög kært – þrátt fyrir veðrið.”

Er þessi vinur þinn Íslendingur?  ,,Já, hann heitir Auðun Guðmundsson. Við erum saman í þessu.  Hann býr í London líka. Hann keypti hótelið og byrjaði að þróa það og gerði það vel.  En ég vildi koma litunum inn. Ég vildi koma því sem er í náttúrunni inn fyrir dyrnar.”

,,Íslendingar hafa verið mjög góðir við mig,” bætir hann við einlægur.

hlemmur2

Af hverju Hlemmur?  ,,Þegar við komum fyrst hingað í húsnæðið þá var þetta svolítið niður níddur staður í miðri borginni en þegar ég var í hótelrekstri í New York þá voru nokkrar svipaðar staðsetningar eins og þessi sem ég valdi.  Mér hefur alltaf fundist þessi staðsetning aðlaðandi. Þær eru raunveruleikinn. Hér er fólkið.”

,,Mig hefur líka alltaf langað að prufa eitthvað nýtt. Laugavegurinn er í mínum huga eins og Oxford Street heima á Bretlandi,” segir Klaus. ,,Fleiri hótel hafa bæst við og Hlemmur sjálfur er allur að koma til.  Strætisvagnarnir eru ennþá hérna. Þetta er mjög skemmtilegur hluti borgarinnar.  Það sem ég elska við þetta svæði er það að hér er mikið af ungu fólki.”

 

hlemmur8

Náttúran verður að fá að vera ósnert en það er þannig staður sem fær fólk til að vilja koma hingað.

Einsleitt umhverfi
Þegar talið berst að ferðamannaiðnaði á Íslandi segir Klaus: ,,Ferðamannaiðnaðurinn á Íslandi hefur sprungið út á seinustu tveimur árum. Eitt sem ég tek sérstaklega eftir í Reykjavík er að það eru margir að gera það sama, steypa allt í sama formið þegar kemur að ferðamannaiðnaðinum. Alltaf það sama og það venjulega í stað þess að gera eitthvað sérstakt. Eitthvað alveg nýtt.”

Ósnert náttúra mikilvæg fyrir framtíðina
,,Reykjavík er einstök og hún þarf eitthvað alveg sérstakt. En vonandi eiga sem flestir eftir að ranka við sér þegar kemur að nýjungum. Iðnaðurinn á eftir að stækka hratt og þá er mikilvægt að halda landinu tæru og ósnertu. Náttúran verður að fá að vera ósnert en það er þannig staður sem fær fólk til að vilja koma hingað. Ferðamannaiðnaðurinn snýst um náttúruna og fólkið,” segir hann ástríðufullur.

,,Það að geta farið upp í sveit og talað við bændurna sem búa þar er mikilvægt. Þeir eru stoltir af búskapnum, landinu sínu, kindunum og hestunum sínum.  Svona þarf þetta að fá að vera áfram. Ef þetta breytist þá verða vandamál. Sömu vandamál og eru til að mynda í Alaska. Alaska hefur staðnað.”

hlemmur92
Útsýnið á svölunum er magnað.

hlemmur93
Hver einasti stóll á hótelinu og hver einasti spegill er valinn af Klaus.

hlemmur5
Hvert einasta smáatriði er útpælt í herbergjunum svo gestum líði sem best á meðan á dvöl þeirra stendur.

hlemmur94
Baðherbergin eru stílhrein og fallega hönnuð.

Óteljandi tækifæri á Íslandi
,,En hér á landi er risastórt tækifæri til að stækka ferðamannaiðnaðinn. Hérna eru ótrúlega mörg ókönnuð svæði.  Hérna höfum við hreindýr, fjöll sem hafa ótrúleg skíðatækifæri.  Fjöllin á Íslandi hafa ekki verið könnuð almennilega fyrir skíðamenninguna, svo eitthvað sé nefnt. Þar eru ótrúleg tækifæri. Hér getum við gert ótrúlega hluti með náttúrunni. Ekki við náttúruna heldur með henni. Það er líka mikilvægt að muna að aldrei má yfirgnæfa náttúruna með fólki.”

hlemmur7

Appelsínuguli liturinn er áberandi á Hlemmur Square –  afhverju?

,,Ég valdi alla litina. Ég valdi líka öll húsgögnin. Allt sem er hérna inni hefir verið valið af mér. Mörg hótel hafa verið ofhönnuð og verða þannig ópersónuleg að mínu mati,” segir Klaus.

,,Ég held að ef manni líkar vel við hönnuðinn eða hönnunina á hótelinu þá líkar manni vel við hótelið. Appelsínugulur er mikilvægur litur í  mínum huga. Hann lætur mann ekki líta úr fyrir að vera gamall. Hann gefur manni bara smá brúnku,” segir hann og hlær.

hlemmur1

Útsýni yfir sjóinn og fjöllin
,,Það er líka frábært hvað við höfum margar svalir hér á Hlemmur Square en 60% herbergjanna hafa svalir með stórkostlegu útsýni yfir sjóinn og fjöllin. Það er frábært að geta farið út á svalir og séð sólarupprásina frá herberginu.  Það eru grill á svölum á nokkrum herbergjum þar sem gestum býðst að grilla. Stundum fá gestir kokkinn okkar til að mæta upp á herbergið og grilla í matinn.”

,,Það er svo gott að fá að taka þátt í íslensku líferni. Það er það sem ég hef lagt mig fram við að gera hér á Hlemmur Square. Að leyfa fólki að taka þátt og kynnast þessu frábæra landi sem Ísland er,” segir Klaus að lokum.

Hlemmursquare.com

elly
Ellý Ármanns
e@frettanetid.is