FréttanetiðHeilsa

Kínakálið er skorið niður… skellt í blandarann… útkoman er stútfullt glas af A og C vítamíni – UPPSKRIFT

Kínakál er ættað frá Kína eins og nafnið gefur til kynna. Kínakál hefur verið ræktað í um 6.000 ár en frá þeim tíma hafa fundist fræ af kínakáli. Heimildir herma að kínakál hafi verið algeng fæða í suðurhluta Kína á 5. öld. Kínakál er enn þann dag í dag talið ómissandi í flesta austurlenska rétti. Elstu rituðu heimildir um kínakál í Evrópu eru frá 1751, en talið er að það hafi borist mun fyrr með trúboðum sem komu frá Austurlöndum. Kínakál er mjög mikið notað í austurlenska rétti. Það náði þó ekki almennri hylli í Evrópu fyrr en eftir síðari heimsstyrjöldina.

Kínakál er næringarríkt og ódýr uppspretta fyrir A og C vítamín ásamt steinefnum. Eins og gildir um káltegundir almennt þá eru það ystu blöðin sem eru hvað næringarríkust. Í grænu blöðunum er bæði meira af steinefnum og vítamínum en í þeim ljósari.  Kínakál er hitaeiningasnautt, aðeins 18 hitaeiningar (kcal) í 100 g.

Hér er uppskrift að æðislegum drykk sem þú ættir að prófa.

Geggjaður drykkur
- hollur og góður

½ rófa eða hnúðkál
2 handfylli íslenskt Kínakál
3 meðalstórar gulrætur
2 handfylli frosinn ananas
1 handfylli  hindber eða jarðarber
½  lítri kalt vatn

Aðferð: Allt sett í blandara og blandað vel. Útkoman er ekki eingöngu æðisleg heldur líka holl.

www.islenskt.is | www.sfg.is