FréttanetiðFólk

Kennari ásakaður um ástarsamband með 12 ára nemanda

Katarina Bardos, 24 ára, er sökuð um að hafa átt í langtíma sambandi við nemanda sinn sem er helmingi yngri en hún sjálf og lagst með honum í bíl á skólalóðinni. Þeir sem rannsaka málið segja að sambandið hafi byrjað þegar nemandinn var í 6. bekk í unglingadeild Brentwood grunnskólans í Colorado í Bandaríkjunum.

Útvegaði barninu eiturlyf
Bardos viðurkenndi fyrir lögreglu að hafa séð nemandanum fyrir maríjúana en neitaði öllum ásökunum um að hafa átt í kynferðislegu sambandi við nemandann. Lögreglan upplýsti að kennarinnhefði fært sig um set og byrjað að kenna í Frontier Charter skólanum haustið 2014 og á jafnframt að hafa haldið áfram sambandi sínu við drenginn.

Hafði oft mök við kennarann 
Drengurinn sem er núna 13 ára sagði lögreglu að hann hefði haft mök við kennarann sinn oftar en hann gæti talið og meðal annars í bíl á bílastæði nýja vinnustaðnum hennar. Hún er ásökuð um kynferðislegt áreiti við barnið. Alvarleiki málsins og kynferðislega ofbeldið sem hún beitti varð aðeins ljóst eftir handtökuna.

kennari2

Greely-Evans skóla-héraðið segir eftirfarandi um málið: ,,Katerina Bardos kenndi við Brentwood unglingadeildina frá ágúst 2013 til maí 2014. Samningur hennar við skólann var ekki endurnýjaður í maí-lok 2014. Eina karlkyns fórnarlamb hennar í þessu máli er nemandi við unglingadeild Brentwood grunnskólans. Greely Evans- skóla-svæðið er núna í samvinnu við lögregluna á Greeley svæðinu að kanna og reyna að finna út úr þessum ásökunum.”

Nýi vinnustaður Bardos, Frontier skólinn, gaf út eftirfarandi yfirlýsingu: ,,Starfsmanninum hefur verið sagt upp störfum. Þar sem uppsögnin er persónuleg verða ekki gefnar frekari upplýsingar um málið.”

Elin_prufa
Elín Halldórsdóttir
Frettanetið