FréttanetiðHeilsa

Kaffi minnkar líkur á krabbameini

Margir kannast eflaust við þá tilfinningu að finnast sem þeir sleppi undan þreytu síðla dags, einfaldlega með því að drekka kaffi og þá sérstaklega ef drukkið er nóg af því. Í tímaritinu Cosmopolitan var sagt frá nýlegri, yfirgripsmikilli rannsókn sem gefur til kynna að með því að drekka kaffi í miklum mæli sé jafnvel hægt að draga úr áhættu þess að fá sortuæxli.

Víðtæk rannsókn
Rannsókn þessi náði yfir tíu og hálft ár og greindu rannsakendur bæði heilsuskýrslur og spurningalista um fæðuinntöku 450.000 manns. Í lok rannsóknarinnar höfðu 2,904 einstaklingar greinst með illkynja sortuæxli sem er alvarleg tegund húðkrabbameins sem á sér stað í þeim frumum sem sjá um litabreytingar í húð. Til viðbótar höfðu 1,874 einstaklingar greinst með afbrigðilegar húðfrumur sem gætu mögulega leitt til krabbameins síðar meir.

Með því að vinna með gögnin og taka tillit til ýmissa áhættuþátta á borð við reykingar, drykkju alkóhóls, menntun, líkamsþyngdarstuðul, líkamlega áreynslu, ættgengi krabbameins og því hversu mikið einstaklingur hafði verið berskjaldaður gagnvart sterkum sólargeislum, þá komu í ljós ýmsar athyglisverðar niðurstöður.

Niðurstöðurnar ótrúlegar
Fólk sem drakk fjóra eða fleiri bolla af kaffi á dag voru í 20% minni áhættu á því að fá illkynja sortuæxli heldur en þeir einstaklingar sem ekki drukku kaffi. Jafnframt voru þeir einstaklingar sem kusu að drekka sérlega koffínríkt kaffi í enn minni áhættu heldur en þeir sem slepptu kaffidrykkjunni alfarið.
kaffiK
Kaffi inniheldur sérstök efnasambönd sem bægja krabbameini frá
Hvernig stendur á þessum jákvæðu áhrifum sem kaffi virðist hafa á húðina?
Rannsakendur  telja kaffið innihalda afar sérstök efnasambönd, þar á meðal koffín, sem virðast samkvæmt rannsóknum bægja frá krabbameini á ýmsa vegu. Þessi efnasambönd eru meðal annars talin hafa eftirfarandi áhrif: að bæla niður frumur sem þróa með sér krabbamein út frá geislum sólarinnar, draga úr bólgum, bæla niður skemmdir á DNA, draga í sig skaðlega sólargeisla (á borð við sólarvörn) og afeitra krabbameinsvaldandi efni.

Allt eru þetta stórkostlegar fréttir fyrir þá einstaklinga sem elska kaffi og njóta hvers sopa.