FréttanetiðFólk

Kaffi Laugalækur er SNILLD í einu orði sagt… fyrir alla FJÖLSKYLDUNA

- Veitingarýni Fréttanetsins
- Kaffi Laugalækur  – bar, kaffihús & mathús
– Eldhúsið er opið 10:00-21:00 (húsið lokar 23:00)
- Ellý Ármanns skrifar:

Gott pláss
Góð aðstaða fyrir börn
Góður matur
Góð þjónusta
Góðir drykkir og vín
A+

Fréttanetið tók frá laugardagshádegi og pantaði borð á Kaffi Laugalæk sem er fjölskylduvænt kaffihús staðsett á Laugarnesvegi 74a í Laugardalnum í Reykjavík.

Á Kaffi Laugalæk er boðið upp á hollan heimilismat, súrdeigsflatbökur, bakkelsi, kaffi, bjóra, vín og fleira.  Það sem stendur upp úr er salat staðarins, Litla gula hænan, og stemningin sem er einstaklega hugguleg fyrir börn og fullorðna. Maturinn er bragðgóður, þjónustan persónuleg og hlý og eigendur staðarins meðvitaðir um að smáatriðin skipta máli.

litlagulahaenan
Kaffi Laugalækur býður upp á þetta margrómaða salat sem ber heitið Litla gula hænan. Salatið heillar bragðlaukana og magann eigi síður. Fullkomin máltíð í hádeginu fyrir alla þá sem kjósa hollustu sem bragðast frábærlega og fylla svangan maga.  Salatið er með velferðarkjúklingi og eðalfleski, kryddað með eldpipar og grænu pestói og svo er það toppað með guðdómlegri hvítlauksdressingu sem þú verður að prófa.

lauga_laekur1

Brunsinn er ógleymanlega góður. Nýrkreistur djús, ferskir ávextir, egg og beikonbolla, silungabrauð og það sem toppar þetta eru ávextir með rjóma. Þvílík upplifun fyrir fullorðna og börn.

IMG_3196
Starfsfólkið er einlægt og afslappað eins og reyndar andrúmsloftið á staðnum er. Talið frá vinstri: Una Hallgrímsdóttir, Steinunn Jónsdóttir, Ólafur Stefánsson, Birta Björg Heiðarsdóttir og Auður Harðardóttir.

lauga_laekur3
Frú lauga er svakaleg grænkerabaka (vegan) með ferskasta hráefni hverju sinni frá Frú Laugu. Þarna er tilvalið að láta koma bragðlaukunum á óvart.

17855294_1221064264676618_1526542099317894748_o
Pylsuplatti staðarins er einstakur. Hann samanstendur af steiktum pylsum frá Pylsumeistaranum, súrdeigsbrauði, eggi, sinnepi og baunum. Hér er á ferðinni æðisleg samsetning borin fram á listrænan máta sem gerir réttinn enn meira djúsí.

lauga_laekur2
Kjúklingasamloka staðarins sló heldur betur í gegn enda er hún margrómuð fyrir ferskleika og fullkomna samsetningu. Kjúklingur, lárpera, tómatur og rauð piparsósa á súrdeigsbrauði.

IMG_3188
Shawarmabakan er sjúklega góð. Við erum að tala um lambakjöt, shawarmasósu, ost og lauk. Toppuð með salati, sýrðum rauðrófum, hvítkáli, eldpipar, kóríander og hvítlaukssósu.

barnahornid
Það er sér leiksvæði fyrir börnin á staðnum.  Algjör tímamót snilld fyrir foreldra sem vilja upplifa æðislegan helgarbröns með börnunum.

Fimm stjörnur*****
Guðdómlega góður matur, persónuleg þjónusta og einstök afslöppuð stemning sem ekkert kaffihús á Íslandi getur mögulega toppað.

Sjá heimasíðu staðarins hér.