FréttanetiðFólk

BEST geymda leyndarmál SELFOSS – ,,Mamma mín og kærasta baka kökurnar”

- Veitingarýni –
- Ellý Ármanns skrifar:

 

– Góður matur
– Góð þjónusta
– Matseðill fjölbreyttur og djúsí
– Sjúklega góðar tertur
– Kaffið ómótstæðilega gott
– Mjög fallegur og hlýlegur staður
– Kaffi Krús er einfaldlega best geymda leyndarmál Selfoss

A+

Veitingahúsið Kaffi Krús á Selfossi hefur getið af sér gott orð þegar kemur að mat og þjónustu. Fréttanetið ákvað að sækja þetta glæsilega veitingahús heim og upplifa matseðilinn og að ekki sé minnst á kökurnar sem heimafólk bakar.

Eigandi Kaffi Krús, Tómas Þóroddsson, lét sig ekki vanta þegar á staðinn var komið eftir 40 mínútna bíltúr frá Reykjavík. Tómas leggur áherslu á heimilislegt og ljúft andrúmsloft sem hefur svo sannarlega tekist á þessum rótgróna stað þar sem fram er borið hágæða hráefni og fjölbreyttur matseðill þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi.

kaffikrus166

Staðsett í hjarta Selfoss
Upplifunin var virkilega notaleg í stuttu máli sagt en Kaffi Krús er staðsett í hjarta Selfoss í gömlu sjarmerandi húsi sem tók utan um okkur strax og komið var inn.

IMG_3154

Djúpsteiktur camenbert osturinn var bragðgóður og var skemmtilegt tvist að hafa tvær tegundir af sultum á disknum ásamt heimabökuðu brauði. Tilvalinn forréttur eða aðalréttur. Þú einfaldlega verður að prófa þessa snilld.

kaffikrus12
Guðdómlegar Pizzur
Pizzur staðarins eru guðdómlegar á bragðið matreiddar í ítölskum stíl. Þær voru bornar fram með parmaskinku, ferskum parmezan, mozarella osti og ruccola salati. Svoleiðis gæla við maga og að ekki sé minnst á bragðlaukana. Ef þú elskar pizzur þá verður þú að gera þér ferð til Selfoss á Kaffi Krús.

IMG_3149
Hamborgarinn var vel útilátinn borinn fram með stökkum frönskum kartöflum og koktelsósu.

IMG_3159
Kjúklingasalat Kaffi Krús var ferskt að vanda, einstaklega vel úti látið með beikonbitum. Réttur sem klikkar aldrei.

IMG_3161
Viðmót starfsfólksins var æðislegt og þjónustan óaðfinnanleg í alla staði er.

IMG_4620
Mamma og kærasta baka kökurnar
,,Mamma mín og kærasta baka kökunar,” svarar Tómas spurður um dýrindis kökurnar sem boðið er upp á. Úrvalið er glæsilegt í kökuborði Kaffi Krús og greinilegt að þær eru allar, hver ein og einasta, bakaðar af ást.

IMG_4622
Fólk gerir sér sérferð á Kaffi Krús í þeim tilgangi að fá sér kaffi og rómaða kökusneið að hætti hússins.

IMG_4633
Bláberja skyrtertan sló í gegn.

IMG_4635
 Kökurnar eru svo sannarlega stolt staðarins og fullkomnar með kaffinu.

kaffikrus_hus

Veitingastaðurinn Kaffi Krús er fullkominn fyrir fólk á öllum aldri. Að fara í bíltúr með fjölskylduna frá Reykjavík á Kaffi Krús á Selfossi er eitthvað sem getur ekki klikkað. Allir sem borða einu sinni á Kaffi Krús koma þar við aftur og aftur og aftur á því leikur enginn vafi.

– 5 stjörnur *****

Kaffi Krús er á Facebook

 

snapp

Ellý Ármanns
Snapchat: earmanns
e@frettanetid.is