FréttanetiðFólk

Jómfrúin í Lækjargötu fær toppeinkunn

- Veitingarýni Fréttanetsins.
- Jómfrúin smurbrauðsveitingahús.
- Lækjargata 4, 101 Reykjavík.
- Ellý Ármanns skrifar:


1477562479-nyjajommansigurjon

Það var einstök stemmning í loftinu á Jómfrúnni í Lækjargötu þegar Fréttanetið pantaði borð með litlar sem engar væntingar á fallegu sumarkvöldi.    Það kom skemmtilega á óvart að þjónustan var óaðfinnanlega góð þrátt fyrir annasamt kvöld og matseðillinn skemmtilega skandínavískur.

Réttirnir sem boðið er upp á eiga það sameiginlegt að þeir innihalda séríslenskt gæðahráefni. Smurbrauðin eins og Danirnir gera þau eru hver öðrum gómsætari þar sem hægt er að panta þau hálf eða heil. Þá eru heitu réttirnir vel útilátnir þar sem sósa, sulta og huggulegheit eru í hávegum höfð. Jómfrúin heldur fast í hefð og handbragð danskrar matreiðslu sem er frábært – af hverju að breyta því sem er æðislega gott og klikkar aldrei?

luxusplatti
Lúxusplatti Jómfrúarinnar er rómaður fyrir að vera einstaklega gómsætur og vel úti látinn. Hér eru saman settir sjö úrvalsréttir ásamt brauði þar sem útkoman er dásamlegur lúxusplatti sem kostar 5800 krónur og inniheldur eftirfarandi:

– valin síld
– handpillaðara úthafsrækjur
– steikt rauðspretta með remúlaði
– reyktur áll og eggjahræra
– lifrarkæfa með beikoni
– uxabrjóst með karrípikkles
– gorgonzola með radísum og eggjarauðu
– brauð og smjör

Mælt er með að byrja á síldinni og enda á ostinum. Þessi ævintýraför Jómfrúarinnar er ógleymanleg fyrir bragðlaukana og ekki síður hugann en fyrsti munnbitinn flytur þig strax til kóngsins Köbenhavn – vittu til!

luxusplatt
Jómfrúin býður upp á smurðbrauðstvennu dagsins á hverjum degi.

IMG_3257
Purusteik sem þú verður að prófa. Purusteik Jómfrúarinnar er tryllingslega góð. Hún er borin fram með sýrðu grænmeti, kartöflum, sósu og brauði.

IMG_3252
Þorskhnakkinn ásamt krömdum kartöflum, grænum ertum, salsa verde og kryddjurtasalati fær himnana til að opnast.

allir_jomfruin
Þjónustan á Jómfrúnni er persónuleg og hlý. Starfsfólkið svoleiðis dekrar hvern einasta gest og fræðir þá sem vilja um smurbrauðin og öll þau fersku hráefni sem staðurinn státar sig af að framreiða.

IMG_3250
Bleikjan er borin fram með flödestuvet spínati, blaðlauk, krömdum kartöflum og kapers. Þessa samsetningu er ekki hægt að mynda… þú verður einfaldlega að prófa hana.

IMG_3249
Roast beef bernaise smurbrauðið er réttur ,, to die for” þar sem rúgbrauðið með roast beef, stökkum kartöfluflögum, sultuðum lauk og kaldri bernaise sósu fær þig til að gleyma stað og stund. Þvílíkur unaður.

IMG_3248
Grafinn lax og lárpera fær þig til að gleyma hversdagsleikanum. Súrdeigsbrauðið er einstakt með rauðrófu- og ákavítisgröfnum laxi, lárperu og eggi. Þá fylgir lime-sneið ef þú vilt fullkomna réttinn.

luxuspl1
Jómfrúin hefur starfað óslitið frá árinu 1996 og fastagestir hafa haldið tryggð við staðinn allan tímann sem segir meira en mörg orð. Dönsku áhrifin eru sterk enda fátt danskara en smurbrauð. Hefðin skiptir máli að mati eigenda það fer ekki fram hjá neinum því smurbrauð á að vera fallega skreytt, topphlaðið og matarmikið.

luxusss
Heilög þrenning: ,,smurbrauð, öl og snafs”. Egg og rækju smurbrauðið er borið fram á ristuðu brauði með eggjum, handpilluðum úthafsrækjum og 1000 eyja sósu að hætti staðarins.  Lifrarkæfa – dansk eventyr er lifrarkæfa með rjómasveppasósu, beikoni, sultu og djúpsteiktri steinselju.

IMG_3263
Heimalagað konfekt Jómfrúarinnar sem kallast Petit four (sætt með kaffinu) er óaðfinnanlega gott.

IMG_3265
Svo ef þú vilt virkilega gera vel við þig þá er gulrótarkakan ómótstæðileg á allan máta.

Að snæða á Jómfrúnni er ævintýri líkast og greinilegt að á þessum veitingastað ræður mikill listakokkur ríkjum, íslenskt hráefni er í öndvegi og þjónustan og huggulegheitin til fyrirmyndar.

Jómfrúin.is
Jómfrúin er á Facebook