FréttanetiðFréttir

Jahá… óvæntar fréttir… þetta eru SKÍTUGUSTU staðirnir á hótelherbergjum

Margir gista á hótelherbergjum árið um kring og halda að þau séu tandurhrein enda þrifin á degi hverjum.

Forsvarsmenn sjónvarpsstöðvarinnar WKMG Local 6 í Orlando í Bandaríkjunum sendu rannsóknarteymi á tvö hótel til að kanna hvaða staðir í herbergjum þeirra væru skítugastir.

Það sem kemur kannski á óvart er að það sem er skítugast á herbergjunum eru fjarstýringar, hurðarnar og ljósarofar. Þó þernurnar skrúbbi baðherbergið, ryksugi teppin og skipti um rúmföt þá eru fjarstýringar nánast aldrei þrifnar. Það er slæmt því hægt er að smitast til dæmis af E.coli-veirunni ef fólk fer á baðherbergið, þvær ekki hendurnar og notar síðan fjarstýringuna.

Þá komust rannsakendur líka að því að baðherbergið á hótelherbergjum er hreinna en aðrir staðir í herbergjunum og ákjósanlegasti staðurinn til að borða jafnvel. Ekki er gott að borða á hótelrúminu því oftar en ekki eru rúmteppin ekki þvegin reglulega.

Því er gott að muna eftir því áður en haldið er í ferðalag að taka með sér sótthreinsi- eða blautþurrkur til að þurrka af smálegum hlutum, eins og til að mynda fjarstýringum.