FréttanetiðHeilsa

Já, þú last rétt… þetta er ís úr LÁRPERU… og hann er VEGAN – UPPSKRIFT OG MYNDBAND

Þú þarft ekki einu sinni ísvél til að búa til þennan holla ís úr lárperu. Hann hentar þeim sem borða vegan og ekki spillir fyrir að hann er einstaklega bragðgóður – allavega fyrir þá sem elska lárperu.

Lárperuís

Hráefni:

1 dós kókosmjólk (má ekki vera „lite“)

1 1/2 lárpera

1 tsk sítrónusafi

1/3 bolli hrísgrjónasíróp

Aðferð:

Setjið dósina af kókosmjólkinni í ísskáp yfir nóttu. Skerið lárperurnar í helminga, takið steinana úr og skóflið kjötinu úr með skeið. Setjið lárperukjötið og sítrónusafa í matvinnsluvél og vinnið vel á því þar til blandan er silkimjúlk. Setjið til hliðar. Opnið kókosmjólkurdósina á hvolfi og leyfið kókosvatninu að renna úr dósinni. Takið kókosrjómann sem situr eftir og hrærið hann þar til hann líkist þeyttum rjóma. Blandið honum varlega við lárperumaukið og hrísgrjónasírópið. Setjið í form eða fat sem þolir frysti og frystið í að minnsta kosti fjórar klukkustundir.