FréttanetiðHeilsa

Já þú last rétt… svona losnar þú við magafituna… án þess að hreyfa þig

Stendur mittismálið í stað? Er útþaninn og feitur magi endalaust að angra þig sama hvað þú eyðir löngum tíma í ræktinni?  Það hefur  verið vísindalega sýnt fram á að hægt er að finna fleiri leiðir til að losna við útþaninn maga en að fara eingöngu í ræktina.  Rannsóknir sýna að okkar innri svefn og matarklukka er stundum kolröng út af stillingum sem við sendum henni með röngu mataræði. Með því að laga þig að innri klukku líkamans hvað varðar mat og svefn getur þú minnkað og jafnvel kvatt þennan leiðinda útstæða mallakút sem þú eyðir eflaust allt of mikilli orku í að bölva.  

1. Fáðu nægan svefn
Með því að missa reglulega svefn getum við haft mikil áhrif á hormóna- og efnaskiptaferla líkamans, sér í lagi þá sem stýra hungurtilfinningu og lyst. Margir halda að við brennum mest af hitaeiningum í vöku en nei það er ekki rétt. Efnaskiptaferlarnir hægja á sér þegar okkur vantar svefn.

2. Auktu prótín-inntöku
Prótín er mikilvægasta fæðueiningin þegar þú ætlar að létta þig. Þegar þú innbyrðir meira prótín, eykur þú hraða efnaskiptaferla líkamans og viðheldur vöðvamassa. Líkaminn brennir meira af hitaeiningum þegar þú innbyrðir prótín heldur en við meltingu fitu eða kolvetna.

Dönsk rannsókn sýndi bein tengsl á milli þess að borða prótín, sér í lagi dýraprótín og minnkandi maga. Rannsóknin var gerð yfir 5 ára tímabil. Fæðubótarefni eins og mysuprótín eru góð til að auka almenna inntöku þína á prótínum.

3. Borðaðu fæðutegundir sem innihalda omega-3 fitusýrur
Líkaminn framleiðir ekki sjálfur omega-3 fitusýrur svo við verðum að taka þær inn með öðrum hætti. Fitusýrur aðstoða við niðurbrot á fitu auk þess að hefta aukna uppsöfnun á fituforða.  Olíur úr fiski lækka líka of há gildi blóðsykurs. Há gildi blóðsykurs valda insulín-framleiðslu sem gerir líkamanum erfiðara fyrir að brenna fitunni. Til að mæta daglegri þörf líkamans á omega-3 fitusýrum skaltu borða sardínur, lax, lúðu, valhnetur, chia-fræ og rósakál.

4. Neyttu trefjaríkrar fæðu
Rannsóknir sýna beint samhengi á milli lægra fitumagns í innyflum og trefjaríkrar fæðu. Rannsóknir sýna að fyrir hver 10 grömm sem þú innbyrðir af trefjum, minnkar fitumagn í innri líffærum um 3,7% miðað við fólk sem ekki neytir trefja. Trefjaríkar fæðutegundir eru til dæmis hafrar, belgjurtir, chia-fræ, bláber, sellerí og epli.

5. Neyttu piparíns (finnst í svörtum pipar)
Í svörtum pipar hefur fundist öflugt meðal við magaverkjum og bólgum sem nefnist piparín. Nýjustu rannsóknir sýna fram á að piparín er bólgueyðandi og truflar myndun nýrra fitufruma.

6. Borðaðu hnetur
Hnetur eru troðfullar af heilsusamlegri fitu, sem leikur stórt hlutverk þegar þú vilt losa þig við nokkur kíló. Þær aðstoða við að jafna út blóðsykurs-gildi og gera þig sadda/n – sem er lykilatriði þegar þú vilt brenna fitu. Mundu þó að borða þær í hófi.

7. Borðaðu dökkt súkkulaði
Rannsóknir sýna að neysla á hóflegu magni af dökku súkkulaði minnkar líkamsfitu. Dökkt súkkulaði inniheldur jurtagrænu, sem er heilsusamlegt efnasamband með mikilvæga afoxunar og bólgueyðandi eiginleika. Mundu að súkkulaðið þarf helst að vera 70% kakó.

8. Drekktu grænt te
Grænt te inniheldur efnasambönd sem ,,sprengja” fituvefi með því að efla efnaskipti, þar á meðal fituhreinsun í fitusýrum og hraða getu lifrarinnar til skilvirkrar fitubrennslu. Í nýlegri rannsókn var sýnt fram á að þátttakendur sem drukku 4-5 bolla af grænu tei á dag auk þess að hreyfa sig í 25 mín, misstu 1 kg meira en þeir sem drukku ekkert te.

Elin_prufa
Elín Halldórsdóttir
Fréttanetið