FréttanetiðHeilsa

Já þú last rétt… svona losnar þú við aukakílóin… til frambúðar

Ef þú ætlar að létta þig og losa þig við nokkur aukakíló til frambúðar þarftu að vita og skilja hvernig líkaminn geymir og brennur fituna.  Ef þú lærir að virkja fitubrennslu-hormónin vinnur þú í baráttunni við aukakílóin og líkaminn verður grannur og tígulegur og þú öðlast betri heilsu fyrir lífstíð.

Hér eru 3 mikilvæg skref til að læra að virkja þessi mikilvægu fitubrennsluhormón.

1. Slepptu sykrinum
Sætir gosdrykkir, kökur, sælgæti og önnur sætindi er allt stútfullt af hitaeiningum, sem standa á milli þín og stælts líkamans, sem þú vilt eflaust eignast. Sykrur leynast oft í fæðutegundum þar sem við eigum ekki von á að finna þær – og eiga það til að eyðileggja matarkúrinn okkar og tilraunir til að brenna hraðar og betur niður fituna. Sterkjuríkt grænmeti, hvítt brauð og sumar pastategundir innihalda sykur sem gera fitubrennsluna að erfiði. Meira að segja ýmislegt ,,hollustufæði” eins og morgunkorn inniheldur oft mikinn sykur. Með því að sleppa sykrinum og taka hann út af fæðuplaninu þarf líkaminn að ganga á fituforðann sem fyrir er til orkuframleiðslu í stað þess að sækja hann beint í daglega sykurneyslu. Þú munt þegar í stað sjá árangur með því að virkja hormónin sem sjá um fitubrennsluna.

2. Hreyfðu þig meira
Dagleg hreyfing er allra besta leiðin til að virkja fitubrennslu-hormónin og berjast við aukafitu til frambúðar. Daglegar líkamsæfingar eru mikil vinna fyrir líkamann og neyðir hann til að nota mikla orku í úthaldið sem þeim fylgir. Það þarf meira segja ekki miklar þrekæfingar til að virkja hormónin. Bara með því að vera virkari í því að hreyfa sig fær heilinn skilaboð um að nú þurfi meiri framleiðsla að fara í gang vegna meiri vinnu og líkaminn hefur fitubrennsluferlið. Leggðu bílnum aðeins lengra frá áfangastað svo þú þurfir að ganga lengri vegalengd, notaðu tröppurnar en ekki lyftuna og vertu dugleg/ur að fara út með hundinn eða makann en allt þetta hjálpar til í baráttunni við aukafituna.

3. Bættu hollustunni inn
Með því að setja inn á fæðuplanið heilkornafæði, grænmeti og ávexti mun fæðuvalið hafa töfrandi áhrif fyrir efnaskipti líkamans og breyta honum í virkan fitubrennslu orkubúskap. Ef þú ert yfir meðallagi í þyngd, er erfitt fyrir líkamann að taka upp allar hitaeiningarnar sem þú þarfnast þegar fæða þín samanstendur aðallega af ávöxtum, grænmeti og heilkornum. Þetta verður til þess að líkami þinn hefur ekkert val um annað en að reiða sig á aukafitu-forðann, sem er geymdur í aukakílóunum. Þú munt nánast sjá fituna leka af þér og kílóin hverfa á braut.

 

Dæmi: Ímyndaðu þér að þú sért að fara að versla í stórmarkaðnum og þig vanti hveiti en hillurnar eru tómar. Þá þarf búðarfólkið að fara bakvið á lagerinn og sækja hveitið inn í birgðasafnið til að fylla upp í hillurnar. Svo lengi sem það er nóg af hveiti í hillunum þarf ekki að sækja í aukabirgðirnar. En þegar þær tæmast þarf hinsvegar að leita í aukabirgðirnar.

Þegar þú neytir ruslfæðis er það svipað og þú takir hveitipoka úr stútfullri hillu. Líkaminn nýtir þá bara það sem fyrir hendi er. Hann mun ekki þurfa að leita í auka-fituforðann. Ef þú hins vegar neytir hollrar fæðu og ert dugleg/ur að hreyfa þig þá munu hillurnar tæmast mjög fljótt og líkaminn verður að leita í aukabirgðirnar sem geymdar eru í auka-fituforðanum.

Virkjaðu nú fitubrennslu-hormónin og breyttu líkama þínum í fitubrennslu orkuver.

Elin_prufa
Elín Halldórsdóttir

Fréttanetið