FréttanetiðMatur & drykkir

Já þú last rétt… hollur heimatilbúinn ís – MYNDBAND

Sigurþór Gunnlaugsson er ástríðukokkur með áhuga á flestu sem viðkemur matargerð, allt frá þjóðlegum íslenskum mat upp í framandi rétti frá ýmsum heimshornum.   Í meðfylgjandi myndskeiði hér fyrir ofan sýnir hann okkur hvernig útbúa má hollan ís þar sem bananar, mangó og kókosmjólk er aðaluppistaðan.    Ísinn er tilvalinn fyrir matarboðið, kaffiboðið eða leyfa krökkunum að taka þátt í skemmtilegri ísgerð heima fyrir sem endar á ísveislu.

adal_ismyndB
Banana- og mangóís Sigurþórs

Ísinn/hráefni:
1 dl kókosmjólk
4 frosnir bananar í bitum
1 bolli frosið mangó í teningum
1 msk. hunang
1 tsk. vanillu dropar eða essence

Aðferð: Setjið hráefnið í matvinnsluvél og blandið saman þar til blandan fær á sig ís áferð.

Karamellusósa:
1 dl rjómi
1 poki Dumle karamellur
Oreo kex (magn – alveg eins og þú vilt)

Aðferð: Karamellur bræddar ásamt rjóma í potti við vægan hita eins og sýnt er í myndbandi.  Bæta má Oreo kex mulningi yfir sem gerir ísinn æðislega góðan og ekki síður fallegan.  Best er að bera ísinn strax fram því hann er fljótur að missa ís-áferðina.

Sjáðu hvernig Sigurþór gerir þennan æðislega ís í myndbandinu hér efst í grein.

Verði ykkur að góðu.