FréttanetiðMatur & drykkir

Já, þú last rétt… FJÖGUR HRÁEFNI… og eftirrétturinn er klár – UPPSKRIFT

Frosin jógúrt er æðislegur eftirréttur og góð tilbreyting frá gamla, góða ísnum. Þessi bláberjajógúrt er ómótstæðileg.

Frosin bláberjajógúrt

Hráefni:

3 1/2 bolli frosin bláber

2/3 bolli fitusnauð jógúrt

2 1/2 msk hlynssíróp

1 msk sítrónusafi

Aðferð:

Setjið öll hráefni í matvinnsluvél og blandið vel. Frystið í 30-45 mínútur, setjið í skál og skreytið ef til vill með kókosmjöli eða söxuðum pistasíuhnetum.