FréttanetiðFólk

Já þú last rétt… 20 mínútna SVEFN yfir daginn er vísun á ÁRANGUR

Wall Street Journal kannaði hve mikill svefn er æskilegur fyrir fólk sem fer á fætur milli klukkan 7 og 9 og sofnar á kvöldin fyrir miðnætti. Það leikur enginn vafi á því að blundur yfir daginn er æskilegur bæði fyrir námsmenn og útvinnandi til að ná árangri líkamlega og andlega.

Samkvæmt sérfræðingum þá er mjög gott að blunda (sofa) í 15-20 mínútur yfir daginn til að skýra hugann og bæta árvekni. Þess vegna er ráðlagt að fólk leggi sig í að minnsta kosti 15-20 mínútur um eða eftir hádegið til að auka hraða og stöðugleika í starfi og leik.

Blundur bætir árangursgetu
Dr. Mednick bendir á að til að efla heilastarfsemina og bæta árangursgetu þá er klukkustunda svefn nauðsynlegur um eða eftir hádegið.   Þá segir hann að 90 mínútna blundur yfir daginn hækki tilfinningalegt ástand, eykur vinnugetu og sköpunargáfur.

Margir verða þreyttari en ella eftir dagsblund sem er eðlilegt því líkaminn endurnýjar sig við hvíldina.   Dr. Michael Breus heldur því fram að þegar svefntími yfir daginn verður lengri en 30 mínútur þá er um að ræða mjög djúpan svefn og í kjölfarið verður þess vegna erfiðara að komast úr því ástandi.  Þannig að 20 mínútna langur blundur á að duga ef fólk kýs að halda orkunni í fínu jafnvægi yfir daginn.

Það er óþarfi að sofa meira en 7 klukkustundir yfir nóttina ef fólk leggur sig í 20 mínútur yfir daginn til að ná sér í nauðsynlega orku og styrk fyrir næstu 3-4 klst eftir dagsblundinn.

Styrkir sköpun og eflir athyglisgetu
PubMed birti rannsókn sem sýndi fram á að 5-10 mínútna blundur er mun betri kostur en enginn blundur yfir daginn því þessar mínútur auka vitræna getu svo um munar.  Rannsóknin leiddi í ljós að síðdegisblundur hefur mikilvæg áhrif á heilsu eins og að bæta námsárangur, minni og svo kemur svefninn í veg fyrir skapsveiflur. Þá styrkir dagsblundurinn sköpun og eflir athyglisgetuna.

Skortur á svefni getur leitt til ýmissa sjúkdóma. Má þar nefna offitu, þunglyndi, hár blóðþrýstingur og hjartabilun svo fátt eitt sé nefnt.

Ráðlegt er að blunda hvenær sem fólk hefur tök á því yfir daginn í 10-20 mínútur.

konursvefn
Konur þurfa að svona tvisvar sinnum meira en karlar – sjá HÉR.