FréttanetiðHeilsa

Já, þú last alveg hárrétt… naglalakkið þitt gæti verið ástæðan fyrir því… að þú FITNAR

Vísindamenn hjá Duke-háskóla og Environmental Working Group hafa rannsakað efnið Triphenyl phosphate, TPHP, sem fannst í 49 prósent af þeim þrjú þúsund naglalökkum sem vísindamennirnir rannsökuðu.

TPHP gerir naglalakk sveigjanlegra og veldur því að það endist lengur. En þetta efni hefur líka áhrif á hormón í líkamanum og getur haft slæm áhrif á æxlunarfæri þeirra sem lakka neglurnar sínar oft. Þá hefur þetta efni líka verið tengt við þyngdaraukningu hjá fólki.

Eins og áður segir fannst TPHP í næstum því helmingi af naglalökkunum sem vísindamennirnir rannsökuðu en sláandi fréttirnar eru að efnið var líka í naglalökkum þar sem það var ekki tekið fram á innihaldslýsingunni. En þá er líklegast fínt að vita að TPHP finnst í meira magni í glærum naglalökkum en í lituðum.