FréttanetiðFólk

Íslenski Barinn… BEST geymda LEYNDARMÁL borgarinnar – MYNDIR

Það er hlý og ljúf stemmning í loftinu á Íslenska Barnum í Ingólfsstræti. Fréttanetið pantaði borð með litlar sem engar væntingar á fallegu vetrarkvöldi í nóvember.    Það kom skemmtilega á óvart að þjónustan var óaðfinnanlega góð og matseðillinn skemmtilega þjóðlegur auk þess sem réttirnir sem boðið er upp á eiga það sameiginlegt að nýta séríslensk hráefni á nýstárlegan og áður óþekktan máta.

leyndarmal_IB
Sigguborgarinn, kleinuborgarinn og poppað þorskroð er eitthvað sem allir verða að smakka.

Sem dæmi má nefna kleinuborgarann sem er æðislegur hamborgari með íslenskri kleinu, Sigguborgarann sem er með beikonfylltri alíslenskri pönnuköku, roð-snakk sem er glæný uppfinning listakokksins hans Marteins Kelley sem leiddi okkur í gegnum matseðilinn þetta fimmtudagskvöld.  Þá má nefna forréttinn sem er gerður úr flatköku-rúllum fylltur af reyktri bleikju og gulrótum sem minnir á ósnortna náttúru Vestfjarða.

2015-11-12 17.55.06
Heimalagað rúgbrauð í forrétt
Reykt ýsukrem með heimalöguðu rúgbrauði og karteflusmartísflögum og það sem toppar réttinn er smá dill majones.

2015-11-12 17.55.42
Íslenskar tortíur
Flatbrauðsvefjur með pikkluðum gulrótum, brenndri papriku-smurosti og reyktum laxi og salati. Hér er á ferðinni gómsætur tortíu-fílingur en allt hráefnið er íslenskt.  Vinstra megin á mynd má sjá rifin svín með djúpsteiktum súrum gúrkum, stout-barbique sósu og hvítlauksmajonesi í pylsubrauði.

islbar1
Íslenski Barinn er staðsettur á besta stað í bænum – Ingólfsstræti 1a –  beint á móti 101 Hótel. Það er ævintýri líkast að setjast þar inn.

2015-11-12 18.01.29
Hreindýraborgarinn er borinn fram í brios-brauði sem er meira smjörkennt brauðdeig og með Dala Auði osti, hvítlauksmajonesi undir og svo er lokið smurt með villiberjasultu og svo toppar rauðlaukurinn sem er ofan á bragðið. Svo má ekki gleyma salatinu sem gerir heilan helling fyrir þessa snilld.

2015-11-12 18.05.03
Eingöngu íslenskur bjór í  boði
,,Það sem einkennir bjórinn hjá okkur á þessum árstíma er að þeir eru jólalegir. Við erum með alla íslensku bjórana – engan erlendan bjór. Eingöngu íslenska bjóra,” útskýrir starfsfólkið fyrir okkur.

2015-11-12 20.27.08
Drífa Jónasdóttir, Guðmundur Helgi Rósuson, Vala Magnúsdóttir og Sæmundur Linduson gáfu sér nokkrar sekúndur fyrir myndatöku á annasömu kvöldi.

2015-11-12 18.05.13
Svona er bjórinn borinn fram fyrir þá sem vilja njóta og smakka íslenskan bjór. Á myndinni er jóla Thule, jóla bokkinn frá Víking, jólabjórinn frá Kalda, hvítöl frá Einstök og Pale frá Einstök.

2015-11-12 18.29.09
Aðalréttir Íslenska Barsins
Kindalund með hvítlaukskartöflumús, appelsínu sojasósu og vöfflufrönskum. Gæsin íslenska með sætkartöfluköku og sósu. Gæsin er legin í vallhumal og hvönn en sósugrunnurinn er gerður upp úr sömu jurtum sem eru pantaðar beint frá Sandi í Reykjadal.

Íslensk hráefni og hefðir í aðalhlutverki
Á Íslenska Barnum er sköpunargáfunni í eldhúsinu engin takmörk sett og íslenskt hráefni og hefðir í aðalhlutverki. Barinn leggur sérstaka áherslu á íslenskan bjór og býður upp á allar bjórtegundir, sem nú eru framleiddar hér á Íslandi.   Má þar fremst í flokki nefna Kalda, en jólabjórinn frá þeim er silkimjúkur og bragðast eins og flauelsmjúkt satín með örlitlum sætum keim.

2015-11-12 18.30.37
Ofnbökuð stórlúða með íslensku bankabyggi sem er hægsoðið í gulrótarsafa og rjóma og með því eru íslenskur villisveppir sem eru týndir í Ólafsfirði.
2015-11-12 18.30.57
Listakokkurinn Marteinn Kelley, kallaður Matti, og Sergio.

2015-11-12 18.38.19
Fullkomið snakk með einum ísköldum.

Poppað þorskroð að hætti Matta
,,Þetta er poppað þorskroð sem við byrjum á því að létt dansa í saltvatni og þurrkum það í 24 tíma og svo poppum við það. Þá verður það svona krönsí. Þrælhollt og mjög bragðgott bjórsnakk,” útskýrir Matti.

2015-11-12 18.53.32
Kleinuborgari Íslenska Barsins
Nautaborgari sem er borinn fram með salati og papriku og grillaðri kleinu og baconmarmelaði sem er búið til frá grunni á Íslenska Barnum og hvítlauksmajones.

2015-11-12 18.53.55
Hér má sjá kleinuborgarann frá öðru sjónarhorni. Hann er brjálæðislega djúsi og bragðgóður. Magnað fyrirbæri.

2015-11-12 18.54.28
Sigguborgarinn vinsæli
,,Hann er nefndur eftir Siggu okkar sem býr til allar pönnukökurnar fyrir okkur. Nautaborgari með piparostasósu, káli og papriku og svo kemur beikon og ostafyllt pönnukaka sem lok ofan á borgarann. Vöfflufranskar eru bornar með,” segir Matti.

Spurður hvernig það kom til að hann útbjó þennan pönnukökuborgara? ,,Ég var alltaf með hamborgara dagsins hérna sem var mjög vinsæll en á sama tíma lagði ég mig sérstaklega fram við að gera eitthvað íslenskt. Síðan einn daginn var ofpantað af pönnukökum og ég ákvað að prufa að gera þennan borgara svona með pönnuköku því Sigga gerir þær á gamla mátann, þær eru ekki of sætar hjá henni.  Eftir þetta var stór hópur sem bað mig að láta sig vita þegar Sigguborgarinn var á matseðlinum en núna er hann fastur á matseðlinum okkar,” segir Matti.

2015-11-12 18.54.41
Sigguborgarinn með pönnukökunni er svakalega góður. Hann fær 10 stig af 10 mögulegum.

2015-11-12 20.13.49
Alíslenskar pönnukökur að hætti hússins
Pönnukökurnar eru mjög einfaldar en svakalega bragðgóðar.  Saltkarmela, rjómi og karmeluhnetur er borinn fram með þessum bragðgóða eftirrétti.

Garún, sem er eins konar konubjór, er einstakur á meðal bjóra að því leiti að hann er nokkuð sterkari eða 11,5% og bragðast eins og millibil á milli lakkrís eða ópal-líkjörs og bjórs og hefur það besta frá báðum. Hann hentar vel með eftirréttinum, sem var í þessu tilfelli litlir ástarpungar með bláberjum eða karamelluseraðar upprúllaðar pönnukökur.

2015-11-12 20.14.15
Ástarpungarnir 
Djúpsteiktir ástarpungarnir eru bláberjafylltir að hætti hússins með garðablóðbergssýrópi, vanilluís og kúmenbakstri. Tryllingslega góðir með kaffinu eða bjórnum.

isl_bar_adalmynd
Íslenski Barinn er best geymda leyndarmál Reykjavíkur.

Að snæða á Íslenska Barnum er ævintýri líkast og greinilegt að á þessum veitingastað ræður mikill listakokkur ríkjum, íslenskur gæðabjór er í öndvegi og þjónustan og huggulegheitin til fyrirmyndar.

Íslenski Barinn.
Íslenski Barinnn er á Facebook.

Elin_prufa
Elín Halldórsdóttir
Fréttanetið

elly
Ellý Ármanns
e@frettanetid.is