FréttanetiðHeilsa

PASSAÐU ÞIG… þessar HOLLUSTU-VÖRUR… eru í raun og veru… ÓHOLLAR

Sumar fæðutegundir eins og til dæmis egg eru sagðar vera óhollar en eru hollar í raun og veru. Hið gagnstæða getur líka átt sér stað þegar sagt er að eitthað sé virkilega heilsusamlegt sem er það svo bara alls ekki.

Hér eru 7 algengustu fæðutegundirnar sem hampað er sem hollustuvörum en færa þér í raun eintómar hitaeiningar sem þú gætir alveg lifað án.

smoothie
Boozt-drykkir

Þessi aðvörun á ekki við um það sem við gerum í blandaranum heima, með ávöxtum, hollu grænmeti, mjólk eða hnetumjólk sem eru í raun hollustuvara. Hér er átt við boozt sem keyptir eru á veitingastað eða í stórmarkaðnum, sem er yfirleitt bætt óhollum sætuefnum í og stundum rjóma eða jógúrt með gervisykrum sem er engin hollustuvara.

granolabar
Múslí og kornbarir
Allt frá 7. áratugnum hefur verið litið á múslí og kornbari sem mikla hollustuvöru eða frá því tímabili þegar hipparnir stráðu hollustukorni yfir jógúrtina sína. En flest múslí og kornbarir eru með mjög hátt magn hitaeininga of hátt magn af sykrum og varla nóg af prótíni eða hollum trefjum til að seðja hungraða sem getur auðveldlega leitt til þess að þú neytir of mikils magns. Hreinir hafrar eru mun hollari.

muffins
Bollakökur eða múffur
Þær eru aðeins öðruvísi í laginu en flestar kökur sem innihalda nákvæmlega sömu efnin og sætabrauð eða kökur. Þessar kökur eru gerðar úr óhollri fitu, sykru, ofunnu hveiti og gagnslausum hitaeiningum sem valda því að þær eru engin hollustufæða. Ef þig hungrar í bollaköku reyndu þá að finna uppskrift með góðum hráefnum eins og góðu korni, hunangi og ávöxtum.

??????
Sykurlaus jógúrt
Þetta hljómar vel en þegar framleiðendur taka fituna eða sykrurnar úr fæðunni þá setja þeir því miður yfirleitt eitthvað annað mun óhollara inn í staðinn – og í þessu tilfelli er það yfirleitt einhvers konar óhollur ,,sykur”. Þar fyrir utan er það að koma alltaf betur í ljós að venjulegar mjólkurvörur eru hollari svo best er að fá sér bara venjulega gamla góða jógúrtið.

seasersalad
Sesar-Salat
Okei, þó það sé kallað salat er alls ekki sama sem merki þar á milli að það sé endilega hollt fyrir þig. Sesar-salat bragðast vel, en kostirnir sem það hefur falla úr gildi vegna allra gagnslausu hitaeininganna sem það inniheldur og slæmu fitunnar sem salatsósan eða dressingin inniheldur. Parmesan ostur og brauðteningar eru ekki hollustuvara. Ef þetta er hins vegar uppáhalds salatið þitt, skoðaðu þá netsíður og finndu heilsusamlegri útgáfur af því þú gætir fundið hitaeiningasnautt tilbrigði að þínu skapi.

frosidjogurt
Jógúrt ÍS

Margt fólk kaupir frosna jógúrt eða jógúrtís og tekur það fram yfir ís af því að það heldur að þar sé það að fara hollustuleiðina. Ef þú lest hins vegar merkingarnar eða kannar innihaldið sérðu að þegar kemur að sykrunum, fitumagni og magni hitaeininga er um alveg sama pakkann að ræða og í frosnum ís. Og þá erum við ekki einu sinni að tala um sósur eða annað sem notað er sem meðlæti eða til að fullkomna réttinn.

 

bred122
Fjölkorna brauð
Þetta hljómar svo vel eins og maður sé að fá eitthvað sérstakt þegar maður kaupir fjölkorna brauð en ef þú skoðar betur innihaldslýsinguna eru fjölkornabrauð yfirleitt gerð úr unnu hvítu hveiti með dassi af nokkrum fjölkornum. Brauð sem er 100% fjölkorna eða heilhveiti er hollara eða enn betra. Þannig að þú ættir að skoða möguleikann á að baka brauðið þitt heima.Svo varaðu þig nú á ,,heilsuvörunum” Það er sama á hvaða hátt þær eru kynntar eða framsettar – þær eru bara alls ekkert svo heilsusamlegar eftir allt saman.