FréttanetiðHeilsa

Hvernig þú klæðir þig í brjósta-haldara…segir mjög margt um PERSÓNULEIKANN þinn

Þótt ótrúlegt megi virðast segir það mikið um konur hvernig þær klæða sig í brjóstahaldara á hverjum degi.

1439998326-syn-cos-1439844446-rbk-bra-4

Þú klæðist brjóstahaldara með festingum að aftan, klæðir þig í hann og festir svo með hendur fyrir aftan bak

Þú ert stoð og stytta sem þýðir að þú heldur þig við hefðir og ferð eftir því sem þér hefur verið kennt. Mamma þín eða vinkonur þínar í leikfimi kenndu þér að klæða þig svona í brjóstahaldara og þú bara gerir það. Þú elskar líka að vera í kringum fólk og vilt að því líki vel við þig. Þú ert manneskjan ef einhvern vantar hjálp við að velja kynþokkafull undirföt eða hinn fullkomna íþróttatopp. Þú ert líka alltaf með öryggisnál á þér svona ef hlýrarnir bregðast þér – eða einhverjum öðrum.

1439998329-syn-cos-1439842004-rbk-bra-2

Þú klæðist brjóstahaldara með festingum að aftan, festir hann að framan og snýrð honum síðan aftur

Þú ert kona sem vilt vera metin að verðleikum og þú nýtur þess jafnt að líta út eins og bissnesskona, mamma eða kynþokkafull eiginkona. Þú velur fallega brjóstahaldara sem tekið er eftir og ert ekki hrædd við skæra liti. Þú ert örugglega með sérstaka skúffu fyrir brjóstahaldarana þína því þú þarft að eiga einn til að passa við hvaða tilefni sem er. Þú verður alltaf að líta sem best út.

1439998331-syn-cos-1439842105-rbk-bra-1

Þú klæðist brjóstahaldara með festingu að framan

Þú ert ökumaðurinn í þínu lífi og ferð aldrei á mis við gott tækifæri. Þú vilt ekki fálma eftir festingu sem þú sérð ekki – þess vegna velurðu festingu að framan. Þú vilt klæða þig í brjóstahaldara hratt svo dagurinn geti haldið áfram. Þú vilt alls ekki eyða tíma í óþarfa og eyðir pening í háklassaföt. Þér finnst nefnilega ekki gaman að versla. Þú velur góða brjóstahaldara og nennir ekki að eyða endalausum tíma í verslunarferð til að kaupa þá. Þú efast aldrei um þig sjálfa.

1439998335-syn-cos-1439845310-rbk-bra-3

Þú festir brjóstahaldarann og smeygir honum síðan yfir höfuðið

Þú ferð varlega í lífinu og vilt að hlutir séu rétt gerðir. Þér finnst eiginlega best að vera í íþróttatopp því þú getur alltaf treyst á hann fyrir góðan stuðning. Þér finnst athygli ekki góð og þolir ekki að skipta um föt fyrir framan fólk. Þú ferð ein að versla en mælir þig fyrst svo þú þurfir ekki að máta brjóstahaldarana. Þú vilt eitthvað sem virkar en ekki eitthvað sem tekið er eftir.