FréttanetiðHeimili

Hver segir að skurðarbretti… þurfi að vera ÓSPENNANDI? Breyttu þínum brettum… í fallegt eldhússtáss

Það er mesti misskilningur að skurðarbretti séu eldhúsáhöld sem eru best geymd ofan í skúffu eða inni í skáp. Það er leikur einn að gera brettin yndislega falleg og þegar þú ert búin/n að því viltu aldrei fela þau aftur.

Það sem þarf í þetta verkefni er:

skurðarbretti

akrílmálning að eigin vali

lítill pensill

lakk sem má nota á hluti sem komast í snertingu við mat

Það sem þú þarft svo að gera er einfaldlega að mála brúnir skurðarbrettisins með akrílmálningunni en við mælum með tveimur umferðum. Svo lakkarðu yfir málaða hlutann, leyfir þessu að þorna og þá eru skurðarbrettin orðin stórkostleg. Einfaldara gerist það ekki!

cut