FréttanetiðFólk

Hvaða dýr ert þú samkvæmt INDJÁNA-SPEKI ? – MYNDIR

Hefur þú fundið hvaða dýraeinkenni þú hefur? Kannski hefur þú nú þegar áttað þig á hvaða dýrategund þú hallast mest að en þekkir ekki enn einkennin.  Indjánar N-Ameríku og fleiri vita að við erum öll nátengd hringrás lífsins, lifandi verum og öllu sem er. Hinum eilífa anda, anda dýra og manna, jarðarinnar og umhverfisins.

Finndu út þína dýrategund
Með því að finna út hvaða dýrategund þú líkist getur þú afhjúpað kraftmikið innsæi þitt, persónuleika þinn, gáfur og skilið betur þær aðstæður sem þú lendir í.  Einkenni og andi dýrategunda bera með sér mikilvæg skilaboð og lexíur til þeirra sem nema þau og kunna að ráða í þau. Virkni dýra-anda þíns er til að leiðbeina þér eða beina athygli þinni að einhverju, sem þér ber að viðurkenna og/eða vinna að í lífi þínu eða beina augum þínum að þekkingu eða sérstökum hæfileika sem þú hefur eða getur þróað betur með þér.

Dýraandi indjánanna getur fært þér leiðsögn um ókannaða hlið innra með þér sem hefur þegar komið sterklega fram eða þarfnast nánari skoðunar af þinni hálfu. Aðstæður eða umhverfi í daglegu lífi þínu, sem hefur mikil tilfiningaleg áhrif á þig eða lífsleið sem þú ættir að skoða að ganga eða íhuga.

1. Úlfur.

1. Úlfurinn
Einkenni úlfsins eru: Skarpgreindur með mikla tengingu við eðlishvatirnar. Hefur mikla þörf fyrir frelsi. Þekkir og tjáir eðlishvatir sínar. Finnst stundum ef ekki alltaf eins og honum sé ógnað og á það til að vantreysta sjálfum sér og líka þeim sem eru í kringum hann.Persónueinkenni úlfsins:  Jákvætt er að hann er með djúpa tengingu við innsæi sitt og eðlishvatir.  Neikvætt er hinsvegar að hann stendur stundum fyrir vantrausti gagnvart sjálfum sér, tilfinningum sínum, gjörðum og einhverjum í kringum sig. Dýra-andi hans er skarpgreindur og getur tekist á við og leyst erfið mál.  Ef þú hefur úlfinn sem dýraanda ertu skarpgreind/ur og með sterkt innsæi.Úlfurinn er mjög tengdur eðlisávísun sinni og hefur næman skilning á umhverfi sínu og veröldinni í kringum sig.Hvort sem úlfurinn birtist þér í sínu eigin líki, í draumi eða hugleiðslu, sýnir það að þú ert að nýta eðlisávísun þína og innsæi þitt til að greina og skilja tilteknar kringumstæður.Ef úlfurinn birtist þér gæti það verið hvatning til að nýta einkenni hans til að takast á við ögrun eða erfiðar aðstæður.  Ef þú finnur fyrir neikvæðri ógn úlfseinkennisins taktu þá eftir hvernig óheflaðar tilfinningar þínar gætu riðlað jafnvægi þínu eða fólkinu í kringum þig. Dýraandi þinn gæti þá birst til að varað þig við slíku í kringum þig eða fólkinu sem þú ert í návist við.   Að hafa úlfinn sem dýraanda bendir til mikillar frelsisþrár og að lifa lífinu af krafti og eftir leiðsögn eðlisávísunarinnar.Ef úlfurinn birtist þér sem leiðbeinandi þá er það ábending um að finna meiri frelsi og gefa gaum að og leyfa ástríðum þínum að koma fram í hversdagslegum athöfnum.  Úlfarnir eru villt dýr og þá er ekki hægt að temja. Ef þeir birtast þér er það einnig merki um að þú skoðir á hverju þú byggir sjálfsmynd þína og hvernig þú tjáir þrár þínar.Merki úlfsins er áminning um að halda andanum lifandi og hlusta á eðlisávísunina til að leiða þig á þá braut sem hentar þér.Merki úlfsins getur líka táknað að þér sé ógnað á einhvern hátt og þá þarftu að skoða í kringum þig, hvort einhver í umhverfi þínu hafi slæm eða ógnandi áhrif á þig. Þetta getur endurspeglað aðstæður, þar sem þú upplifir þig berskjaldaða/n gagnvart rándýrseðli einhvers.  Þetta gefur þér tækifæri til að skoða hvaða aðstæður eða hver hefur þannig áhrif á þig.  Kannski er anda-dýrið þitt að kenna þér að setja mörk eða þér gæti liðið eins og þú hafir afhjúpað þig um of gagnvart persónu eða aðstæðum tilfinninga- eða félagslega og þurfir að taka skref til baka til að styrkja stöðu þína.Dýraandi úlfsins getur líka sýnt þér að þú berst við erfiðan keppinaut í vinnunni eða þarft jafnvel að takast á við ,,úlfahjörð” í einhverju verkefni.  Aðaleinkenni úlfsins sem dýraanda er tengingin við eðlisávísunina. Það gæti gefið til kynna hvernig þú virðir sjálfa/n þig í þínu lífi og lífshlaupi og enn nákvæmara hvernig og hverjum þú treystir eða vantreystir og ert fær um að fara eftir þinni eðlisávísun. Skoðaðu þínar eigin tilfinningar og eðlisávísun og athugaðu hvort þær ógni þér. Úlfa-orka þín getur endurspeglað landslag tilfinninga þinna og opnað augu þín fyrir ákveðnum þætti sem er eflaust þrunginn tilfinningum.

2. Ugla.

2. Uglan
Einkenni uglunnar eru:  Innsæi en hún sér og tekur eftir því sem aðrir sjá ekki.  Með uglunni koma breytingar. Geta hennar er öflug. Hún sér í gegnum svindl og grímur sem fólk setur upp. Viska einkennir ugluna.

Hefðbundið tákn dýra-anda uglunnar er að hún er fyrirboði dauða –  í táknrænum skilningi eins og umbreyting á lífinu.   Í flestum tilfellum er þó ekki um bókstaflegan dauða að ræða, heldur táknrænan dauða einhverra aðstæðna eða tímabils, umskipti í lífinu. Mikilvægar breytingar sem eru að gerast eða eru um það bil að skella á.  Taktu eftir veðrinu og breyttri vindátt í þínu lífi þegar uglan sýnir sig.  Ef til vill ertu að losa þig við slæma siði, fólk eða aðstæður sem þjóna ekki þínum tilgangi lengur og nýjungar birtast í lífi þínu í kjölfarið.

Persónueinkenni uglunnar: Uglan er þekkt fyrir að geta séð í myrkri.  Sem dýra-andi leiðbeinir uglan þér hvernig þú getur séð í gegnum hulu blekkinga og sjónhverfinga. Hún sýnir þér hverju hefur verið haldið leyndu fyrir þér.  Hún táknar líka getuna til að skera í gegnum tálmyndir og sjá raunverulega ástæðu fyrir athöfnum eða hugaraðstæðum einhvers.

Þegar uglan er eitt af anda-dýrategundum þínum hefur þú sterkt innsæi og aðgang að upplýsingum og visku sem eru flestum huldar.  Anda-uglan hvetur þig til að horfa í gegnum blekkingarleiki og sjá sannleikann á bak við gjörðir eða hugsanir annarra.

Dýra-andi uglunnar hefur afar sterka dómgreind og tekur ákvarðanir sem byggja á traustum grunni.  Kallaðu á anda uglunnar þegar þú þarft að greina erfiðar aðstæður eða ert að ganga í gegnum erfitt tímabil.  Ef þú hefur anda uglunnar með þér þá hefurðu líklega mikla könnunarþrá  og vilt kanna hið óþekkta.  Þú hefur mikla sköpunarorku og þá sér í lagi á næturna, svo nýttu þann tíma til að einbeita þér að sköpunarorku þinni og því sem þú einsetur þér að vinna að hverju sinni.

Gátur lífsins eru þitt töfrandi uppáhald.  Þegar uglan leiðbeinir þér lærirðu að meta töfra lífsins.  Þegar uglan birtist þér, skaltu hlusta vel og reyna að taka eftir táknunum sem birtast í kringum þig.  Dýra-andinn þinn vill hjálpa þér að sjá það sem venjulega fer fram hjá þér en hefur mikilvæg áhrif fyrir þig og framtíð þína.  Uglan sýnir þér líka hvernig þú getur dregið fram getu þína og sérgáfur.  Skoðaðu hvort þú þurfir að draga fram meira af eðlisnáttúru þinni fram í dagsljósið.

3. Björn.

3. Björninn
Einkenni bjarnarins: Frumvirkni bjarnarins er styrkur og öryggi.  Hann stendur sterkur eins og klettur á móti straumnum. Hann tekur að sér leiðtogahlutverk og framkvæmir.  Andi bjarnarins gefur til kynna að það er kominn tími fyrir heilun og hann notar heilunarhæfileika sína fyrir sjálfan sig og aðra. Bjarna-lækningin leggur áherslu á tíma til einveru og íhugunar, að finna ró og hvílast.  Hann er mjög jarðtengdur – öllum stundum.

Persónueinkenni bjarnarins:  Andi bjarnarins er uppspretta mikils styrks á erfiðum tímum.  Hann gefur öðrum hugrekki og stöðugar undirstöður til að takast á við mótstöðu.  Þegar björninn birtist sem dýra-andi í lífi þínu þá er kominn tími til að þú standir fast á þínu.  Hann mun gefa þér styrk og stuðning.  Hann leiðir þig líka í það að verða leiðtogi í þínu lífi eða jafnvel annarra.

Fólk óttast og dáist um leið að birninum vegna þess hversu sterkur og ákveðinn hann er.   Hann kallar á virðingu.  Styrkur hans og kraftmikil staða gefur þér innblástur til að verða leiðtogi í þínu lífi og taka til handa og framkvæma.  Þegar þú ákallar krafta bjarnarins skaltu skoða innri styrk þinn, hugrekki þitt og traust þitt á þér og hvernig þú getur geislað af þeim eiginleikum.  Björninn er oft tengdur við töfralækna í ýmsum menningarheimum og þess vegna getur þessi dýra-andi táknað getu til að lækna eða vera fær um að fara í hlutverk heilarans.

Ef björninn dúkkar upp hjá þér er kannski líka tími til að skoða eigin heilsu hvort sem um er að ræða á líkama, sál eða anda.  Vertu næm/ur gagnvart því hvar þú ert stödd/staddur og fókuseraðu á hvar þú þarfnast lækninga.  Þú getur kallað upp á dýraanda bjarnarins til að beina orku þinni á hefðbundinn eða einbeittan máta.  Björninn er dýr sem vill búa í einveru.   Ef þú hefur hann sem dýraanda getur það þýtt að þú finnir mesta jafnvægið og vellíðan í einveru.

Þú gætir þurft að taka sjálfa/n þig saman í andlitinu og sett þér skýrari mörk, svo þér líði vel í þínu eigin rými.  Það gæti verið tími til að forðast margmenni  og leita hvíldar og rólyndis.  Bjarnar-andinn getur líka hjálpað þér að finna tíma til  að leita meira inná við eins og með hugleiðslu eða sjálfsskoðun.  Kallaðu á björninn til að hjálpa þér að finna þinn eigin kjarna og styrkja stoðir þínar á traustum grunni sem munu veita þér festu á anna og óveðratímum.

4. Fálki.

4. Örninn
Einkenni arnarins: Örninn er sendiboði andaheimsins. Hann er fær um að nýta kraft einbeitingarinnar. Hann finnur rétta tímann til að taka af skarið og það á hárréttum tíma. Hann hefur kraft til að sjá skýra sýn. Tenging hans er mjög sterk við andann. Örninn er með sterkari andlega meðvitund  en önnur dýr.

Persónueinkenni arnarins:  Örninn getur flogið hátt og náð upp í himinninn án erfiðleika. Eins og flestir aðrir fugla-andar er yfirleitt litið á hann sem sendiboða sem kemur með skilaboð frá andaheiminum og því sem augun sjá ekki. Ef þú hefur örninn sem dýra-anda gætir þú gert þér leik að guðdómlegum hugmyndum um hlutina og átt þá eflaust auðvelt með að nota tengingu þína til að vísa þér veginn í lífinu. Með því að vinna með arnar-orkuna gætir þú auðveldlega fundið þess leið. Vertu næm/ur fyrir skilaboðunum sem örninn birtir þér og hlustaðu eftir innsæi þínu. .

Arnar dýrategundin biður þig að vera einbeittari í daglegu lífi. Þegar þú finnur fyrir erninum, útilokaðu þá truflanir og sinntu í einbeitingu verkefnum þínum. Á sama tíma getur örninn hafið sig fugla hæst eins og áður sagði . Þetta dýr gefur þér kraft til að hefja þig yfir ákveðin mál eða verkefni sem þú þarft að leysa. Þegar hann birtist áttu ekki að festa þig í smáatriðum heldur halda einbeitingunni á æðra sjónarhorni. Ef þú reiðir þig á orku arnarins, geturðu séð skýrt hvað liggur fyrir þér og komist yfir allar hindranir sem eru í vegi þínum.

Sérstakur styrkur arnarins er að vera á háu plani en nota um leið skýra og einbeitta sýn til að stíga næstu fótspor. Örninn er líka rándýr. Ef þú hefur hann sem dýra-anda ert þú með áhrifamátt til að stýra og hafa áhrif á aðra. Ef örninn er til staðar er það tákn um að þú átt að taka oftar frumkvæði og hefjast handa.

Hann táknar líka mátt athyglinnar. Hann bendir þér á að skoða vel aðstæður áður en þú byrjar. Fylgstu með öllu og framkvæmdu á réttum tímapunkti. Örninn er tengdur skýrari sýn á hlutina. Ef þú hefur hann sem dýra-anda segir það til um að þú sérð hlutina í réttu ljósi eða ert að þróa með þér þann eiginleika. Þú gætir jafnvel haft næmni eða miðilshæfileika sem styrkja getu þína til samskipta og markmiðasetningar. Líkt og örninn sér nákvæmlega úr miklum fjarska, getur þú reiknað út hvað aðrir munu gera næst. Þú hefur eiginleika til að sjá í gegnum hina miklu dulúð lífsins og gætir verið guðdómlega tengd/ur á einn eða annan máta en þó án þess að setja þig á háan stall.

Þér getur verið það eðlilegt að sjá sýnir, þegar þú hefur örninn, sem dýra-anda, hvort sem það er í vöku eða draumi. Kraftur dýrsins eflir næm skilningarvit þín og innsæi þitt. Kraftur arnarins er mjög tengdur andaheiminum. Þegar hann birtist í lífi þínu gætirðu fengið ábendingu um að þú ert að upplifa sterkar andlegar framfarir hjá þér. Eftir því sem þú þróar tenginguna við dýraanda þinn finnu þú betri tengingu við andann.

5. Refur.

 5. Refurinn
Einkenni refsins: Líkamleg eða andleg svörun, sterk meðvitund. Lævís, sér í gegnum blekkingar, er hygginn. Hann er með getu til að komast í kringum hlutina, bregst við í snatri þegar erfiðar uppákomur birtast honum. Hæfni í starfsemi að næturlagi og draumaskýringum.

Persónueinkenni refsins: Þegar refurinn birtist í lífi þínu hvetur hann þig til skjótra viðbragða. Þú gætir fengið köllun um að gera hlutina á þann hátt sem sýnir aðlögunarhæfni þína og getu til að mæta og yfirstíga allar hindranir. Þegar refurinn veitir þér innblástur getur þú eflt andlega hæfileika þína, greiningarhæfni, athygli og komið sterkari inn í athafnir daglegs lífs og þá erum við að tala bæði um stór og smá verkefni.

Andi refsins gefur líka til kynna að þú ert fær um að treysta undirstöðum líkamlegrar viðbragðshæfni þinnar. Þegar refurinn birtist þér þarftu að huga að fólki eða kringumstæðum sem eru jafnvel að blekkja eða svindla á þér og gætu leitt þig á braut sem hentar ekki fyrir þig. Refurinn kallar á þig til að vera kröfumeiri varðandi sambönd þín, hvort sem það eru viðskiptasambönd eða vináttusambönd.

Þegar þú fylgir anda refsins taktu þá eftir þáttum í lífi þínu, þar sem þú ert lævíslega leidd/ur á aðra braut en þér væri undir eðlilegum kringumstæðum eðlilegt að gera. Notaðu dómgreind þína vel í athöfnum þínum og gjörðum. Refurinn sem dýra-andi kennir þér að fara fram hjá hindrunum í stað þess að þurfa að mæta þeim. Þú getur á auðveldan hátt fundið leiðir til að mæta viðnámi í lífi þínu eða verkefnum með lævísi. Þú getur lært lexíur, þegar þér líður eins og þú hafir verið plötuð/plataður eða svindlað á þér. Til að gera þér sem mestan mat úr visku refsins, skaltu halda góða skapinu, innra jafnvægi og taka til þín lexíurnar sem þú lærir.

Kraftur refsins er mikill sem hjálpar þér að þróa getu þína til að finna einföldustu lausnina á hverju vandamáli. Kallaðu á leiðsögn hans þegar þér líður eins og þú sért týnd/ur og vilt fá hjálp við að rata réttu leiðina. Refir eru virkastir á næturna en eru samt sem áður oft vakandi á daginn. Þegar þú líkist refnum, þá ertu orkumikil/l og afkastar meiru á næturna þar sem þú finnur betur þitt sanna eðli. Draumaráðningar eru mikilvægar fyrir þá sem eru með leiðsögn refsins. Mikilvægi kraftsins sem nóttin veitir þér styður sterka tengingu þína við draumheimana.

Hver er svo dýra-andinn þinn?

Elin_prufa
Elín Halldórsdóttir

Fréttanetið

Dragðu tarotspil dagsins hér.