FréttanetiðFólk

Húsið gjörsamlega lagt í rúst – MYNDBAND

Í myndbandinu má sjá vægast sagt ömurlega aðkomu húseigenda í Kanada sem leigðu heimili sitt yfir helgi í gegnum leigumiðlunina Airbnb. Húsinu var rústað, vægt til orða tekið en þar hafði farið fram kynlífssvall og eiturlyfjanotkun. Ekki nóg með að heimili parsins, sem á tvö börn, hafi verið eyðilagt heldur var karlmaður sem ráfaði um ringlaður á vappi um húsið eftir eiturlyfjanotkun þegar þau komu heim í lok helgarinnar.  Notaðir smokkar, nærföt og líkamsvessar voru áberandi um allt heimili parsins sem er skiljanlega í sjokki.