FréttanetiðFólk

Hún varð MAMMA í fyrra… og tileinkar ÞETTA lag… fallegu stúlkunni sinni – MYNDBAND

Eurovisionstjarnan og söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og unnusti hennar Davíð Sigurgeirsson eignuðust gullfallega dóttur 3. október í fyrra. Stúlkan fékk nafnið Margrét Lilja. Í dag leit nýtt lag í flutningi Jóhönnu Guðrúnar dagsins ljós sem heyra má hér fyrir ofan.

,,Ég held að allir foreldrar geti fundið sig í þessu lagi. Ég fæddist í Danmörku árið 1990 og mamma man svo vel eftir öllum fallegum lögum frá Danmörku í kringum þessi ár. Hún íslenskaði svo textann fyrir mig en við Davíð unnum lagið saman og tileinkum það litlunni okkar henni Margréti Lilju svo að þetta er fjölskylduverkefni,” segir hún stolt enda engin ástæða til annars því flutningurinn er frábær.

johanna_gudrun_lag

,,Þetta er tökulag sem tók þátt í Eurovision fyrir Danmörku árið 1993. Tommy Seebach samdi og flutti lagið. Lagið fjallar um foreldri sem er að setja barnið sitt að sofa og saman sigla þau inn í draumalandið,” útskýrir Jóhanna Guðrún spurð um lagið.

snapp

Ellý Ármanns
Snapchat: earmanns
e@frettanetid.is