FréttanetiðFólk

Hún varð fyrir HROTTALEGU einelti…út af því að hún er fúlskeggjuð – „Þeir hentu í mig mat“

Harnaam Kaur er 24 ára kona sem búsett er í London. Hún er aðgerðarsinni sem talar fyrir því að fólk líði vel í eigin skinni. Þá hefur hún einnig beitt sér í baráttunni gegn einelti.

Harnaam greindist með sjúkdóm sem heitir PCOS þegar hún var ellefu ára. Sjúkdómurinn lýsir sér þannig að henni vex mikið hár í andliti, á brjóstkassanum og maganum. Hún hætti að raka sig eða vaxa sig í framan þegar hún var sextán ára og útskýrir af hverju í löngum pistli á vefsíðu tímaritsins Woman’s Health. Hún vill að skilgreining á fegurð sé víðara hugtak en það er í dag og vill vera innblástur fyrir aðrar konur.

„Ég lít á sjálfa mig sem aðgerðarsinna fyrir líkamsvirðingu og það snýst um að gefa konum vald til að vera þær sjálfar,“ skrifar Harnaam.

„Mér finnst orðið fegurð – og skilgreining á því – vera inni í kassa. Mig langar að fólk fatti að fegurð er til í mismunandi stærðum og gerðum,“ bætir hún við. Hún lýsir því hvernig hún fjarlægði hárin í andliti sínu í fimm ár en það tók mikið á hana.

screen_shot_2015-08-03_at_12.28.05_pm_0

„Það var andlega og líkamlega sárt. Ég man að andlitið á mér var vaxað og það var hræðilegt. Það sveið því húðin mín var svo mjúk og viðkvæm á þessum aldri. Ég fékk skrámur og mér blæddi. Ég vaxaði mig tvisvar til þrisvar í viku.“

Harnaam varð fyrir miklu einelti í skóla út af sjúkdómnum.

„Krakkar sögðu augjósa hluti við mig og kölluðu mig stelpustrák eða dýr og þeir kölluðu mig bróður bróður míns í staðinn fyrir systur. Þeir hentu líka mat í mig og gerðu ískrandi hljóð eins og í rakvél þegar ég gekk framhjá. Það var erfiður tími í mínu lífi. Ég man að ég fór í skólann og fannst hver einasti dagur vera dómsdagur. Eineltið fékk mig til að skera mig á púls og skera handleggi mína og íhuga að fremja sjálfsvíg. Ég reyndi að taka of stóran skammt af verkjalyfjum einn daginn í skólanum en varð hrædd og kastaði upp,“ segir hún.

Pistilinn áhrifamikla í heild sinni má lesa hér.