FréttanetiðHeilsa

Hún var með FEITT og óviðráðanlegt HÁR… en notaði síðan þessa SNILLD… og ALLT breyttist til hins BETRA

Epsom sölt eru samsett af magnesíum súlfat (magnesíum, brennisteinn og súrefni) sem innihalda allt að sjö vatnssameindir. Epsom salt dregur nafn sitt af salti frá Surrey í Englandi þar sem saltið er þurrkað úr sjónum.  Epsom sölt hafa verið notuð sem náttúruleg bólgueyðandi úrræði og eru því mjög góð fyrir gigtveika en þau voru notuð til að meðhöndla sár, þurra húð og jafnvel veikindi hér áður fyrr og reyndar enn í dag.

Hér er mjög góð Epsom salt aðferð fyrir hárumhriðu sem við viljum benda þér á.

Er hárið feitt og þungt eftir að þú notar hárnæringu eða bara venjulegt sjampó? Þú getur notað Epsom salt til að gera heimatilbúna lyftingu í hárið og komið þannig í veg fyrir að hárið verði flatt og þungt. Þá breytist feitt hár í heilbrigt glansandi hár eftir notkun blöndunnar.    Það sem þú þarft er hárnæring og Epsom salt (1 salt msk á móti 2 msk hárnæringu). Blandaðu hárnæringunni og Epsom saltinu saman í litla skál og notaðu blönduna eins og þú gerir venjulega þegar þú setur í þig hárnæringu. Skildu blönduna eftir í hárinu í 20 mínútur áður en þú skolar hana úr.  Endurtaktu meðferðina vikulega og þú finnur gríðarlegan mun. Hárið bæði glansar meira og verður allt annað.