FréttanetiðFólk

Hún var með BÓLUR… KVEF… og FÓTASVEPPI… þar til hún BYRJAÐI að nota ÞETTA

Þegar kemur að matreiðslu er hvítlaukur óhjákvæmilegur að mati mjög margra og það sama á við um náttúrulega lækningu en hvítlaukurinn er öflugt lyf við mörgum kvillum.   Hér höfum við tekið saman nokkra kosti hvítlauksins þegar kemur að því að bæta heilsuna.
hvitl1

1. Bólubani
Best er að skera hvítlaukinn til helminga og nudda honum upp við bólurnar. Hvítlaukurinn sótthreinsar og þurrkar upp bólurnar sem hverfa á endanum ef hann er notaður á bólótta svæðið daglega. Þessi aðferð er sú besta til að hreinsa húðina.
hvitl3
2. Tannpínu-bani
Hér er á ferðinni frábær aðferð þegar sár tannpína er annars vegar. Þú setur klofið hvítlauksrif á milli gómsins og innan við kinn til að draga úr sársaukanum. Sársaukinn mun fljótlega hverfa.
hvitl4
3. Stöðvar sýkingu eða sprungur
Hvort sem þú ert með sýkingu eða sár þá virkar hvítlaukurinn fullkomlega til að loka sárinu eða drepa sýkinguna.
hvitl5
4. Læknar kvef, veirusýkingar og styrkir ónæmiskerfið
Í kínverskri læknisfræði er hvítlaukur óspart notaður til heilsubóta. Þú setur eitt hvítlauksrif upp í munninn og sýgur það í 30 mínútur. Áhrifin eru mögnuð. Þú einfaldlega sýgur rifið og safinn úr því fer út í munnvatnið og í blóðrásina í gegnum kinnarnar. Næringarefnin úr hvítlauknum eru öflug fyrir líkamsstarfsemina á svo margan hátt – eins þrífa þau æðar og styrkja munnholið. Síðan eftir hálftímann skolar þú munninn og tannburstar þig. Nokkrir sopar af mjólk, steinselja eða kaffibaun láta hvítlaukslyktina hverfa.

hvitl2
5. Útrýmir fótasveppum
Hvítlaukur er öflugt sveppalyf. Útbúðu fótabað í bala með 10 geirum af hvítlauk og volgu vatni.  Þá er gott að bæta við olífuolíu. Láttu fæturna liggja í baðinu í 30 mínútur daglega í 4 daga í röð og sveppirnir hverfa og bólgur að sama skapi.  Gott er að fara í hvítlauksfótabað vikulega ef þú ert vanur/vön að fá fótasveppi.