FréttanetiðFólk

HÚN var alltaf með BJÚG… þar til hún gerði ÞETTA

Þroti í höndum, fótleggjum og handleggjum er afleiðing af vökvasöfnun sem við þekkjum sem bjúg.  Bjúgur myndast af uppsöfnuðum vökva í vefjum og blóðrásarkerfi.

Algengustu ástæðurnar fyrir því að líkaminn varðveitir vatn er líkamleg óvirkni, kyrrsetu-lífsstíll, meðganga og notkun ákveðinna lyfja.   Bólga myndast oft þegar á löngu flugi stendur. Bjúgur er í flestum tilfellum ekki alvarlegur en stundum getur vökvasöfnun bent til nýrnasjúkdóms eða hjartabilunar. Vegna þess ættir þú ávallt að finna leið til að meðhöndla bjúg.

Þetta eru helstu ástæður fyrir því að líkaminn heldur í vatnið og safnar því fyrir í líkamanum:

Óhófleg neysla unna matvæla
Unnin matvæli eða ruslfæði eins og sumir kalla það er hlaðið sykri og natríum, sem er ein helsta orsök bjúgs. Sykur og natríum innihalda matvælaaukefni sem hafa eitur áhrif á líkamann því þau herja á nýru og lifur strax og þú innbyrðir þessi efni. Mataræði sem er hátt í sykri leiðir til insúlíns uppsöfnunar og blóðsykurinn hækkar að sama skapi.  Þannig að þú skalt reyna að halda þig alfarið frá sykri.

Of mikil Natríum-inntaka
Ef þú neytir matvæla sem eru rík af natríum og drekkur ekki nægilega mikið vatn, mun líkami þinn byrja að nota allan þann forða sem hann á til og myndar þannig bjúg. Með hjálp vatnsdrykku (2 lítrar á dag) geta frumur þínar stækkað allt að 20 sinnum og eflast að sama skapi. Ef þú ert bólgin/n þá er mikilvægt að þú drekkir mikið vatn.

Natríum er einnig bætt við unnið kjöt, niðursoðið grænmeti, krydd osfrv. Því ættir þú að forðast borðsalt og byrja að nota  frekar Himalaya salt.

Líkaminn ofþornar
Þurrkun kemur fram þegar maður drekkur ekki nægilegt magn af vatni. Í þessu tilviki heldur líkaminn vatninu til að lifa af og það veldur bólgum. Mundu að forðast kaffi og gosdrykki og drekktu meira vatn.

Skortur á B6 vítamíni
Skortur á vítamín B6 í líkamanum veldur oft vökvasöfnun. Tímaritið ,,Journal of Careing Sciences” birti rannsókn sem fól í sér að þær konur sem upplifðu vökvasöfnun og byrjuðu að taka inn B6 vítamín urðu varar við að daglegt ástand þeirra batnaði til muna.   Matvæli sem hjálpa til við að losna við uppsafnað vatn eru til að mynda túnfiskur, sólblómaolía, pistasíuhnetur, kartöflur með hýði, þurrkaðir ávextir, kjúklingur, nautakjöt, kalkúnn og bananar.

Magnesíumskortur
Bjúgur verður oft til af völdum skorts á Magnesíum í líkamanum, sem er nauðsynlegt steinefni fyrir fjölmargar líkamlegar aðgerðir. Vísindamenn hafa komist að því að sólarhringsskammtur af 200 millígrömmum af Magnesíum getur dregið úr vatnssöfnun, eða það sem við köllum bjúg, og þá aðallega hjá konum.  Því skaltu vera viss um að neyta í meira mæli Magnesíumríkra matvæla, eins og hnetur, heilkorn, þurrkaða ávexti, baunir, spínat, dökkgrænt grænmeti, dökkt súkkulaði og lárperu (avakado).

Kalíumskortur
Kalíum er nauðsynlegt til að frumu virknin starfi eðlilega. Þá erum við að hugsa um vefi og líffærin í líkamanum en allt þetta stjórnar vatns-jafnvæginu í líkamanum.  Ef þú notar mikið magn af salti í mataræðið þitt munt þú upplifa bjúg.  Kalíum dregur úr vökvasöfnun þar sem það dregur úr natríumgildum. Vatnsmelóna og hunangsmelóna eru til að mynda sérstaklega ríkar af Kalíum.

Eftirfarandi plöntur hafa öfluga þvagreinsandi eiginleika og draga þannig í raun úr vökvasöfnun í líkamanum:  Hvítlaukur, túnfífill, steinselja, fennel og heilkorn.