FréttanetiðFréttir

Hún var aðeins 18 KÍLÓ… og dó næstum því úr ANOREXÍU… en er nú á batavegi – við vörum við MYNDUNUM

Leikkonan Rachael Farrokh var við dauðans dyr fyrr á þessu ári. Hún vó aðeins átján kíló eftir að hafa barist við anorexíu um nokkurt skeið. En Rachael vildi ekki deyja og bað um hjálp inn á hópfjármögnunarsíðunni GoFundMe. Þar safnaði hún næstum því tvö hundruð þúsund dollurum, rúmlega 25 milljónum króna, til að fjármagna bata sinn.

Rachael var aðeins 18 kíló.

Rachael var aðeins 18 kíló.

Og gat ekki staðið eða gengið sjálf.

Og gat ekki staðið eða gengið sjálf.

Fyrst fékk Rachael læknishjálp heima hjá sér en var síðan færð á spítala nálægt heimili sínu í San Diego þar sem hún fór í andlega og líkamlega meðferð. Síðustu mánuði hefur hún dvalið á meðferðarstöð í Portúgal.

Rachael var við dauðans dyr.

Rachael var við dauðans dyr.

Hún kallaði á hjálp.

Hún kallaði á hjálp.

Rachael er enn mjög viðkvæm og á erfitt með að standa og ganga óstudd. En hún hefur bætt talsvert á sig og líður betur.

Rachael ásamt eiginmanni sínum, Rod Edmondson.

Rachael ásamt eiginmanni sínum, Rod Edmondson.

“Ég er spennt fyrir lífinu því það sem var veik von fyrir þremur mánuðum hefur nú breyst í að ég veit að ég lifi af,” skrifar Rachael á Facebook-síðu sína.

Rachael gengur oft á dag, í fimmtán mínútur í senn, í þeirri von um að vöðvar í fótleggjum hennar styrkist þannig að hún nái að halda jafnvægi. Þá hefur tekist vel hjá Rachael að vinna í andlegu hliðinni með teymi af læknum.

Skötuhjúin í dag.

Skötuhjúin í dag.