FréttanetiðHeilsa

Hún var 25 KÍLÓ þegar hún var léttust… hún var DAUÐVONA út af átröskun… og segir sína sögu til að hjálpa öðrum – MYNDBAND

Brittany Burgunder hefur barist við átröskun allt sitt líf og gaf nýverið út bókina Safety in Numbers: From 56 To 221 Pounds. Í henni deilir hún sinni reynslu um hvernig er að lifa með lystarstoli, lotugræðgi og líkamsræktarfíkn.

Brittany varð léttust aðeins 25 og hálft kíló en þá gat hún lítið sem ekkert hreyft sig. Hún varð sköllótt, þurfti blóðgjafir og var ekki hugað líf. Hún var lögð inn á spítala og þá hófst bataferlið. En það var ekki auðvelt og tók Brittany á það ráð að oféta því hún hafði svelt líkama sinn svo lengi.

“Ég ofát. Ég gafst upp eftir mörg ár af því að standast freistingu, stjórna því sem ég borðaði og neita mér um mat. Það var stórkostleg, yndisleg og ógnvekjandi tilfinning. Ég vissi ekki hvernig ég ætti að stoppa,” segir Brittany sem gerði sér ekki grein fyrir því strax að hún væri að skipta einni átröskun út fyrir aðra – lystarstoli fyrir lotugræðgi.

Á stuttum tíma varð Brittany rúmlega hundrað kíló en í meðfylgjandi myndbandi segir hún sögu sína til að reyna að hjálpa öðrum í svipuðum sporum.