FréttanetiðFólk

Hún SVITNAÐI nánast út af engu… var ALLTAF í svitakófi… en það HÆTTI loksins… eftir ÞETTA

31D – vítamín er mjög mikilvægt þegar kemur að starfsemi mannslíkamans. Skortur á D – vítamíni getur valdið alvarlegum heilsubresti. Holl fita og vítamín tengist starfseminni í líkamanum sterkum böndum og sér til þess að kroppurinn þroskist og stækki eðlilega.

Oft gleymist að nefna að D -vítamín er nauðsynlegt þegar kemur að öðrum vítamínum (upptöku þeirra) sem við tökum inn eða borðum því allt helst þetta í hendur.  D-vítamín er ekki aðeins ábyrgt fyrir því að líkaminn komi í veg fyrir ákveðna sjúkdóma heldur er vítamínið á við besta bensínið sem þú mögulega getur gefið líkamanum.

Hér eru 5 einkenni D-vítamínskorts sem við viljum benda þér á:

Langvarandi svitamyndun
Eins undarlegt og það kann að hljóma, þá bendir óhófleg svitamyndun til D-vítamín skorts.

Vöðvaverkir og slappleiki
Sársauki og máttleysi í vöðvum getur verið áberandi.  Þegar D-vítamínskortur eykst vex sársaukinn.  Skortur á D-vítamíni þýðir í raun og veru hægur samdráttur vöðva og veikari vöðva-hreyfing.

Lækkar blóðþrýsting
Þetta mikilvæga vítamín kemur í veg fyrir of háan blóðþrýsting og hjálpar til við að halda niðri sykursýki 1 og 2.

Styrkir ónæmiskerfið
Þegar D-vítamín vantar í kroppinn finnur þú fyrir óstöðugleika í ónæmiskerfinu. Ónæmiskerfið veikist þegar skortur er á þessu vítamíni.  Japönsk rannsókn sem birtist í American Journal of Clinical Nutrition fékk fjölda skólabarna til liðs við sig. Hópnum var skipt í tvær grúbbur þar sem einn hópurinn tók inn D-vítamín viðbót en hinn hópurinn ekki. Annar hópurinn fékk flensu, kvef og allskyns kvilla, þar sem ónæmiskerfið brást algjörlega en það var grúbban sem tók ekki inn D – vítamínið. Önnur rannsókn sýndi fram á lága D-vítamíninntöku í sjúklingum sem þjáðust af sjálfsónæmissjúkdómum.

Hjarta og æðar
D-vítamínskortur vekur ákveðna hjartasjúkdóma. Samkvæmt læknisfræðilegum sérfræðingum þá verður kalsíum magnið hærra í slagæðum ef D – vítamínið er lágt. Þá koma hjartavandamálin í ljós.  Kalsíum skapar stíflur í slagæðum, sem yfirleitt leiðir til hjartabilunar eða heilablóðfalls.