FréttanetiðFólk

Hún SVELTI sig svo dögum skipti… og gekk 23 KÍLÓMETRA á dag… bara svo hún gæti verið MJÓ

Fyrirsætan Molly Sims, sem hefur til að mynda unnið fyrir nærfatarisann Victoria’s Secret og setið fyrir í baðfatatímaritinu Sports Ilustrated, opnar sig í viðtali við HuffPost Live um hvernig hún hafi haldið sér mjórri fyrir bransann.

Hún segist til dæmis hafa gengið tæplega 23 kílómetra á dag.

“Það var mjög erfitt fyrir mig að halda mér í þeirri þyngd sem ég átti að vera,” segir Molly.

Molly árið 2001.

Molly árið 2001.

Fyrirsætan er nú 42ja ára en segir að hún hafi svelt sig svo dögum skipti til að þyngjast ekki. Hún var meira að segja það óánægð með líkama sinn þegar hún var 23ja ára að hún leitaði á náðir lýtalæknis og bað hann um að minnka kálfa sína. Hann varð ekki við ósk hennar.

Núna hefur Molly lært að hætta að hafa áhyggjur af líkamanum og útlitinu því “aðrir hlutir eru orðnir mikilvægari” eins og eiginmaður hennar og börn.

“Ég er ekki með það á heilanum að reyna að passa í stærð 2. Hverjum er ekki drullusama þó ég sé í stærð 6?”