FréttanetiðFólk

Pabbi stúlkunnar er svo óralangt í burt… og hún saknar hans… sjáðu hvað hún gerir – MYNDBAND

Maður tárast bara við að horfa á þetta. Okkur er slétt sama þó þetta sé bílaauglýsing. Hér er um saknaðarkveðju að ræða frá dóttur til föðurs. Fallegt og einlægt

Það er ekki oft sem Stephanie fær að vera í sambandi við föður sinn sem vinnur í órafjarlægð. Þegar við segjum órafjarlægð þá þýðir það ,,draumóra -fjarlægð” - nefnilega 200 mílur í burtu –  langt úti í geimnum. Faðir hennar er geimfari á Alþjóðlegu Geimstöðinni (ISS), sem er samkvæmt NASA jafnstór og meðal fótboltavöllur en henni var skotið á loft 20. nóvember árið 1998.

Bílaframleiðandinn Hyundai aðstoðaði Stephanie við að senda pabba sínum skeyti með sérstökum hætti. Hyundai sendi ellefu bíla út á eyðimörk til að grafa tákn í sandinn svo stór að það sæist úr geimnum og vonandi af föður hennar.

Myndbandið sýnir greinilega aðdáun Stephanie á pabba sínum, og hvernig bílarnir dansa í sandinum til að skrifa honum sérstakt skeyti. Um leið tókst þeim að slá met í Heimsmetabók Guinness fyrir að búa til stærstu ,,hjólbarða teikninguna” á jörðu. Eftir að búið var að skrifa skeytið í sandinn með hjólbörðunum biðu þau eftir að ISS færi fram hjá á sínu reglubundna hringsóli og þá gerðist það sem hún var að vona: Pabbi hennar sér skilaboðin sem eru afskaplega  falleg og þau hljómuðu svona:  ,,Hjarta Steph er þitt”.

Og viti menn hann svarar tilbaka með myndavélinni: ,,Takk, ég elska þig”. Skeytasendingarnar tókust með ágætum og þó geimstöðin hafi heilu breiðurnar af sólarorkuspjöldum er nokkuð víst að þessi dagur var sólskinsríkari en margir aðrir fyrir pabba hennar Stephanie – og hana.

Elín Halldórsdóttir
Fréttanetið