FréttanetiðHeimili

Hún pantaði gröfu… og gróðursetti nokkur tré… útkoman er ótrúlega falleg… sjáðu þessar MYNDIR

Kristín Snorradóttir 24 ára starfsmaður hjá Garðlist er snillingurinn á bak við breytingarnar á garðinum sem sjá má á myndunum hér fyrir ofan. Hún var alveg til í að segja okkur hvernig hún fór að þessu og á hvað löngum tíma. En útkoman er æðisleg.

,,Það er saga að segja frá þessu. Ég tók til í öðrum garði sem er í Grafarholti en þar gróf ég upp tvö risastór tré sem viðkomandi vildi losa sig við. Ég fór síðan með trén í annan garð – þennan sem þú sérð á myndunum og gróðursetti trén þar,” útskýrir Kristín og heldur áfram frásögn sinni:

,,Síðan byrjaði ég á því að búa til beð þar sem var grasblettur fyrir. Það  má segja að ekkert hafi verið í þessum garði áður en ég byrjaði að vinna í honum. Svo fékk ég gröfu til að moka upp sirka 1/2 metra ofan í jörðina. Þar á eftir setti ég 16 rúmmetra af mold ofan í skurðinn.”

fyrireftirgardlist
,,Extreme makeover: Garden edition: Fyrri myndin var tekin í gær og seinni áðan. Eða nokkrum hjálparsveinum, einni gröfu, 16 rúmetrum af mold, nokkrum hundruðum hjólböru-ferðum, 30 trjám og nokkrum lítrum af svita seinna,” skrifar Kristín með þessum fyrir/eftir myndum sem hún birti á samfélagsmiðlinum Facebook.

Bjó til glænýjan garð
,,Eigandi garðsins var þá búinn að kaupa fullt af trjám, um þrjátíu stykki, sem ég gróðursetti þar ofan í.  Þannig að í raun og veru bjó ég til glænýjan garð.  Þetta var mjög skemmtilegt verkefni sem tók tvo daga. Eins og sjá má er útkoman æðisleg. Þetta er fjárfesting til framtíðar á því leikur enginn vafi,” segir Kristín sátt við útkomuna en þessi dugnaðarforkur stefnir á skrúðgarðyrkjunám í haust samhliða vinnunni hjá Garðlist.

Garðlist   |   Tunguhálsi 7  | 110 Reykjavík | Sími:  554 1989 |

snapp
Ellý Ármanns
Snapchat: earmanns
e@frettanetid.is