FréttanetiðÚtlit

Hún missti bæði BRJÓSTIN… og lét flúra þau til að ná stjórn aftur á líkama sínum – MYNDIR

Nikki Black er 25 ára grínisti frá Los Angeles í Bandaríkjunum. Fyrir tveimur árum fór hún til læknis til að láta taka vefjasýni úr brjóstum sínum. Viku seinna fékk hún að vita að hún væri með brjóstakrabbamein.

Greiningin kom Nikki í opna skjöldu og var hún algjörlega miður sín. Hún þurfti að fara í tvöfalt brjóstnám og síðan lyfjameðferð. Fjölskylda hennar studdi við bakið á henni en Nikki segir í samtali við vefsiðuna Buzzfeed að meðferðin hafi tekið á.

edit-13856-1444832432-4

Nikki leitaði huggunar í listina eftir greininguna og teiknaði oft eitthvað á höfuð sitt og tók mynd af því. Hún segir það hafa verið erfitt að sætta sig við breytingar á líkama sínum.

enhanced-32430-1444832967-9

edit-27708-1444832904-5

“Þegar maður er með brjóstakrabbamein tapar maður stjórn á líkama sínum á marga vegu. Ég bókstaflega missti brjóstin mín, missti tilfinningu í hluta af brjóstkassa mínum, fékk ekki einu sinni að hafa geirvörturnar mínar, þurfti að kljást við alls kyns sársauka á degi hverjum og í ofanálagi er þetta mjög kynferðislegur sjúkdómur. Strákar spurðu mig hvaða stærð af brjóstum ég ætlaði að fá mér og sögðu mér að þeir ættu eftir að sakna brjóstanna minna,” segir Nikki.

edit-22105-1444834983-21

Nikki lét laga brjóst sín eftir brjóstnámið og ákvað að ná stjórn á líkama sínum aftur með því að láta flúra brjóstin. Hún hafði samband við Holly Feneth sem á tattústofu sem heitir The Gilded Lily Design og sérhæfir sig í að hylja ör með flúrum. Hún flúraði brjóst Nikki en Nikki segir flúrin hafa virkað eins og meðferð fyrir sálina.

enhanced-28044-1444833145-11

edit-18378-1444832799-4