FréttanetiðHeilsa

Hún léttist um rúm SEXTÍU KÍLÓ…og svona fór hún að því

Katie Hug þyngdist mikið þegar hún byrjaði á lyfjum við þunglyndi og kvíða. Hún ákvað að leita til sálfræðings til að reyna að losna við lyfin og léttast.

Það fyrsta sem Katie gerði til að grenna sig var að hlaða niður smáfforiti þar sem hún skráði inn allt sem hún borðaði yfir daginn og fékk að vita hve margar kaloríur það innihélt.

“Ég hafði ekki hugmynd um að ég væri að borða í kringum fimm þúsund kaloríur á dag. Ég minnkaði það um helming,” segir Katie í viðtali við Women’s Health. Annað sem hún gerir til að halda sér í formi er að dansa alltaf þegar hún eldar.

Svo finnst Kate ekkert gaman að nota hefðbundin tæki í ræktinni heldur finnst skemmtilegra að velta stórum dekkjum og draga níðþunga sleða.

Katie er búin að léttast um rúm sextíu kíló á þremur árum og hefur fituprósentan hennar farið úr 45 niður í 18.