FréttanetiðHeilsa

Hún léttist um FJÓRTÁN KÍLÓ… og svona fór hún að því – MYNDIR

Lauren Shaber var mikil sundkona á sínum yngri árum en þegar hún byrjaði í háskóla þyngdist hún um tæp tuttugu kíló en hunsaði alveg þessa breytingu á lífsstíl sínum. Einn daginn ákvað hún að byrja í matarprógrammi og hefur síðan þá lést um fjórtán kíló.

„Þegar ég fór út að borða spurði ég spurninga um hvernig maturinn var matreiddur og bað um sósurnar til hliðar á disknum. Ég lagði líka á minnið hvaða veitingastaðir buðu upp á hollan mat,“ skrifar Lauren á vefsíðu tímaritsins Women’s Health.

Hér má sjá mynd af Lauren fyrir lífsstílsbreytinguna.

Hér má sjá mynd af Lauren fyrir lífsstílsbreytinguna.

Hún bætir við að hún hafi einnig byrjað að æfa í klukkutíma á hverjum degi.

„Ég byrjaði að lyfta lóðum, notaði æfingartæki í ræktinni og byrjaði meira að segja að synda aftur. Auk þess keypti ég mér hjól og byrjaði að æfa fyrir þríþraut. Þetta var mikil áskorun því ég var aldrei hlaupari. Ég gat ekki einu sinni hlaupið tæpan kílómeter fyrst án þess að stoppa,“ skrifar hún.

Hún hefur unun að því að elda hollan mat núna og birtir mikið af matarmyndum á Instagram en hún er með yfir átta þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum. Lauren hefur einnig hlaupið hálfmaraþon og keppt í þríþrautum og finnst ekkert mál að lifa heilbrigðu lífi í dag. Hún býður fólki upp á nokkur ráð til að breyta um lífsstíl:

Nú keppir Lauren í þríþrautum og hlaupi.

Nú keppir Lauren í þríþrautum og hlaupi.

Ekki bera ykkur saman við aðra

„Ég er enn í vanda með að gera þetta ekki sjálf en alltaf þegar mér líður illa með sjálfa mig hugsa ég um hvað ég hef afrekað og reyni að vera stolt af því.

Taktu frá hillu í eldhúsinu

„Þegar ég flutti inn með kærastanum mínum ákvað ég að setja allan hollan mat í sérstaka hillu í ísskápnum og í búrinu þannig að ég myndi ekki falla fyrir snakkinu hans.“

Ein af matarmyndum Lauren.

Ein af matarmyndum Lauren.

Haldið matarmyndadagbók

„Þetta gæti hljómað skringilega en ég tek myndir af öllu sem ég borða í staðinn fyrir að halda matardagbók og telja kaloríur. Myndir ljúga ekki. Hvort sem ég þyngist eða léttist get ég horft á það sem ég er að borða og fundið út hvaða áhrif það hefur á líkama minn.“