FréttanetiðHeilsa

Hún léttist um 95 KÍLÓ… sjáið fyrir og eftir MYNDIRNAR

Hin kanadíska Khristina Hubac, 27 ára, þurfti að þola mikið einelti þegar hún var yngri sem varð til þess að hún þorði ekki að fara á lokaballið í miðskólanum sínum.

“Mér leið ekki nógu vel með að fara í fallegan kjól út af því að fólk hafði strítt mér í svo mörg ár,” segir Khristina í viðtali við Us Weekly en Khristinu var strítt út af því að hún var feitari en aðrir.

“Það var einn strákur sem stríddi mér reglulega. Ég hafði áhyggjur af því að hann myndi hafa mig að athlægi þetta kvöld og tala um hvað ég væri feit í kjólnum mínum.

Khristina varð fyrir einelti í æsku.

Khristina varð fyrir einelti í æsku.

Foreldrar Khristinu eru frá Slóvakíu og segir hún að það hafi aldrei verið talað um stærð á heimilinu.

“Ég vissi ekki einu sinni hvað það var að vera feitur fyrr en ég byrjaði í forskóla og ég heyrði það frá öðrum litlum strák. Eina sem ég vissi var að foreldrar mínir elskuðu mig eins og ég var og að litlum strákum líkaði ekki fita.”

Ekki skánaði ástandið þegar Khristina byrjaði í grunnskóla.

“Einhver sagði við mig að það væri tilgangslaust að mála sig eða fara í kjól þegar maður væri svona þungur,” segir Khristina en þegar hún var tíu ára var hún orðin rúm 88 kíló.

Khristina breytti algjörlega um lífsstíl.

Khristina breytti algjörlega um lífsstíl.

“Til að forðast einelti í hádegismatnum grátbað ég móður mína að sækja mig eða kom sjálfri mér viljandi í eftirsetu því ég vissi að ég var örugg þar.”

Þegar Khristina var sem þyngst var hún tæp 186 kíló og borðaði um þrjú þúsund kaloríur a dag. Oft hámaði hún í sig croissant-horn með majónes, kökur og ostapasta á kvöldin.

“Mig langaði að kafa eða fara á skíði en ég passaði ekki í blautbúninginn og fann ekki skíðajakka sem passaði. Ég gat alls ekki farið í flugvél og ég gat ekki gengið í meira en þrjá klukkutíma án þess að leggja mig,” segir Khristina. En í febrúar árið 2012 ákvað Khristina að snúa við blaðinu.

Khristina mátaði um daginn fallegan kjól sem hún hefði farið í á lokaballið ef hún hefði ekki óttast stríðni allt kvöldið.

Khristina mátaði um daginn fallegan kjól sem hún hefði farið í á lokaballið ef hún hefði ekki óttast stríðni allt kvöldið.

“Ég hugsaði með mér: Ég þarf að gera eitthvað,” segir hún og það er nákvæmlega það sem hún gerði. Khristina er búin að léttast um 95 kíló á þessum fjórum árum með því að synda, fara í ræktina og ganga sex daga vikunnar.