FréttanetiðHeilsa

Hún léttist um 44 KÍLÓ… og hún er með 10 RÁÐ fyrir þig til að koma þér í form – MYNDIR

Charlene Bazarian byrjaði að fitna á unglingsárunum en þegar hún eignaðist sitt fyrsta barn sá hún þriggja stafa tölu á vigtinni. Hún fékk nóg af aukakílóunum, breytti um lífsstíl og er búin að léttast um 44 kíló.

Charlene byrjaði að fitna sem ung kona.

Charlene byrjaði að fitna sem ung kona.

Charlene er dugleg að æfa og reynir að gera allar æfingar spennandi.

“Ég byrja hvern morgun á jóga í tíu mínútur, kviðþjálfun í tíu mínútur og svo lyfti ég lóðum í 25 mínútur og æfi mismunandi vöðvahópa á dag. Seinna um daginn tek ég brennsluæfingu og fer í göngutúr, hjólatúr eða stunda aðra æfingu. Ég bjó til reglu að ef mig langar til að horfa á uppáhaldsþáttinn minn þá geri ég það á æfingarhjólinu mínu. Ég æfi með einkaþjálfara einu sinni í viku,” segir hún og bætir við að hún reyni að ná tíu þúsund skrefum á dag.

Með sitt fyrsta barn.

Með sitt fyrsta barn.

Charlene fékk mikið af fyrirspurnum eftir að hún léttist frá konum í sömu stöðu og hún var sem vildu fá ráð. Fyrirspurnirnar urðu svo margar að hún stofnaði Facebook-síðu sem heitir FBJ Fit en hér fyrir neðan eru tíu ráð frá Charlene fyrir þá sem vilja koma sér í form:

Charlene í dag.

Charlene í dag.

1. Minntu þig á að þú hefur ekki meira að gera en manneskja í formi. Við erum öll önnum kafin.

2. Hugsaðu æfingar eins og að bursta tennurnar – eitthvað sem þú verður að gera og ekkert múður.

3. Búðu til plan: vertu með orkustykki í töskunni þinni fyrir neyðartilfelli, kíktu á matseðla á netinu áður en þú ferð á veitingastað og taktu með hollt snakk í veislur.

4. Almenn regla er: ef það er hvítt, ekki borða það. Undantekning er blómkál.

5. Hugsaðu um mat sem val en ekki verðlaun eða refsingu. Þá átt ekki skilið eftirrétt og þú ert ekki að svelta þig ef þú færð þér ekki eftirrétt.

6. Ekki sætta þig við smá velgengni. Þegar ég var að léttast þá keypti ég mér einar gallabuxur, einar ljósar buxur og einar svartar buxur þegar ég fór niður um stærð. Ég eyddi ekki miklu og sagði við sjálfa mig: Ekki fjárfesta í stærð sem þú verður ekki í lengi.

7. Bitar, sleikir og smakk telur. Og sopar líka þannig að ekki drekka kaloríur.

8. Gerðu þér grein fyrir því hvað skemmir. Þú verður að standast setningar eins og: Bara í þetta skiptið, Bara smakk eða biti sakar ekki og jafnvel þegar einhver nálægt þér segir: Þú ert ekki skemmtileg/ur lengur.

9. Breyttu um æfingar reglulega og veldu eitthvað sem þú nýtur að gera! 

10. Borðaðu lítið sem ekkert unnin mat. Fáðu þér appelsínu, ekki appelsínusafa.

Glæsileg kona.

Glæsileg kona.