FréttanetiðOMG

Hún hélt að hún væri bara að fara að sendast með pítsu… en fékk 130 ÞÚSUND KRÓNUR í þjórfé – MYNDBAND

Natasha vinnur á pítsastaðnum Domino’s og var eitt kvöld fyrir stuttu send með pítsur í kirkju í Pickerington í Ohio í Bandaríkjunum. Hún hélt að þetta yrði einfalt verkefni og kannski fengi hún eitthvað þjórfé því hún væri góður starfsmaður en hún hefði aldrei getað ímyndað sér hvað gerðist næst.

Þegar hún mætti í kirkjuna var henni komið rækilega á óvart. Hún var kölluð upp fyrir framan allan söfnuðinn og presturinn Steve Markle spurði hana hvað væri mesta þjórfé sem hún hafði fengið. Tíu dollarar svaraði hún og þá gerði Steve hið óvænta – rétti henni þjórfé upp á rúmlega þúsund dollara – um 130 þúsund krónur.

Natasha var að sjálfsögðu í skýjunum en ástæðan fyrir þessu mikla þjórfé var að söfnuðurinn var búinn að vera að æfa sig í gjafmildi síðustu vikur.