FréttanetiðFólk

Hún hélt…að hún myndi aldrei fá HANDLEGG…en svo rættist draumurinn – MYNDBAND

Hin átta ára Isabella fékk heldur betur stórkostlega gjöf.

Stephen Davies vinnur hjá e-NABLE en hópurinn sem stendur á bak við það framleiðir útlimi í þrívíddarprentara fyrir fólk í neyð. Stephen ákvað að koma Isabellu litlu á óvart og prentaði handlegg fyrir hana en hann sjálfur fæddist án vinstri handleggs.

Eins og sést í meðfylgjandi myndbandi var Isabella himinlifandi með handlegginn og ekki skemmdi fyrir að hann er einstaklega litríkur.

Eins og kemur fram á bloggsíðu e-NABLE elskar hún nýja handlegginn sinn og er á fullu að æfa sig að nota hann við hvert tækifæri sem gefst.