FréttanetiðHeilsa

Hún hélt að hún fyndi ekki NÝRNAGJAFA… en svo kom kærastan henni á óvart… og viðbrögðin eru yndisleg – MYNDBAND

Lori Interlicchio kynntist kærustu sinni, Alönu Duran, á stefnumótaforritinu Tinder. Alana er með sjúkdóminn lupus en sjúkdómurinn ræðst á ónæmiskerfið og getur verið lífshættulegur.

Nýru Alönu eru byrjuð að bila en hún er búin að bíða eftir nýrnagjafa síðan árið 2011.

Lori ákvað því að láta athuga hvort að hún gæti gefið kærustu sinni nýra og kom þá í ljós að hún var fullkominn gjafi fyrir sína heittelskuðu.

Lori tilkynnti henni góðu fréttirnar með því að gefa henni skemmtilegan pakka með ýmsu sem Alönu finnst skemmtilegt. Neðst í pakkanum var síðan miði þar sem á stóð að hún gæti líka gefið henni nýra. Viðbrögð Alönu eru yndisleg eins og sést í meðfylgjandi myndbandi.